16. janúar 2019

Yfirlýsing: UNICEF á Íslandi áréttar að Barnasáttmálinn gildir um öll börn

Á Íslandi eiga börn að finna til öryggis og vita að þau njóta verndar án mismununar og að ávallt sé farið að lögum í málum sem þau varðar.

UNICEF á Íslandi áréttar að Barnasáttmálinn gildir um öll börn innan landamæra Íslands, óháð lagalegri stöðu þeirra. Börn í fríi á Íslandi, börn sem hafa búið hér í lengri tíma eða allt sitt líf eiga öll rétt á þeirri þjónustu og umhyggju sem líf þeirra og þroski krefst hverju sinni.

Öllum þeim sem koma að lífi barnsins ber að taka mið af grundvallarforsendu Barnasáttmálans um það sem barni er fyrir bestu. Sú forsenda á að hafa forgang fram yfir öll önnur sjónarmið.

Á Íslandi eiga börn að finna til öryggis og vita að þau njóta verndar án mismununar og að ávallt sé farið að lögum í málum sem þau varðar. Til þess þurfa íslensk stjórnvöld að tryggja jafnræði í þjónustu við öll börn.

Fleiri
fréttir

06. febrúar 2025

Skelfingarástand í Súdan: Tugir barna drepin í árásum síðustu daga
Lesa meira

03. febrúar 2025

Reykjanesbær fékk viðurkenningu sem Barnvænt sveitarfélag
Lesa meira

27. janúar 2025

Svona er UNICEF að stórauka dreifingu hjálpargagna og þjónustu við börn á Gaza
Lesa meira
Fara í fréttasafn