Menu

Erfðagjafir

Hver verður þín arfleifð?

Þín arfleifð getur verið framtíð barns

Flestir kjósa eðlilega að arfleiða börnin sín og aðra nána fjölskyldumeðlimi. Sumir vilja þó einnig gefa hluta arfsins til málefna sem þeim eru kær. 

Með því að gefa erfðagjöf stuðlar þú að varanlegum breytingum í heiminum. Gjöfin nýtist meðal annars til að veita börnum nauðsynlegar bólusetningar, menntun og umfram allt; tækifæri til að skapa sér betri framtíð.

Þrátt fyrir að mikill árangur hafi náðst við að bæta líf barna síðustu áratugi er starfi UNICEF fjarri því lokið. Við munum halda áfram baráttunni þar til öll börn fá notið réttinda sinna. Í því felst að öll börn njóti velferðar, hljóti menntun og fái tækifæri til að rækta hæfileika sína.  

Markmiðin eru háleit og við þurfum hugsjónafólk með okkur í lið. Með því að gefa erfðagjöf til UNICEF tekur þú þátt í að breyta lífi heillrar kynslóðar. 

Ef þú vilt fá sendan bækling um erfðagjafir getur þú sent tölvupóst á esther@unicef.is og óskað eftir honum rafrænt eða með bréfpósti. 

Hvað er erfðagjöf?

Erfðagjöf til UNICEF felst í að ánafna hluta af arfinum sínum til baráttu samtakanna fyrir velferð barna. Gjöfina gefur þú ekki núna, heldur nýtist hún í þágu barna eftir þinn dag. 

Samkvæmt erfðalögum geta þau sem eiga maka eða afkomendur ráðstafað þriðjungi eigna sinna með erfðaskrá, en aðrir geta ráðstafað öllum eigum sínum að vild. Ef engir erfingjar eru til staðar rennur arfurinn í ríkissjóð. Einfaldast er að ánafna prósentu af arfi, en einnig er hægt að ánafna tiltekna upphæð eða eign. 

Þau sem vilja gefa erfðagjöf taka það fram í erfðaskránni sinni. Það er ekki jafn flókið og það hljómar og UNICEF hjálpar þér í gegnum ferlið. Við útvegum þér einnig ókeypis lögfræðiþjónustu við gerð erfðaskrár, en við erum í samstarfi við Lögmenn Höfðabakka sem gefa vinnu sína. 

Ef þú vilt gefa erfðagjöf, hefur einhverjar spurningar eða vilt einfaldlega spjalla um erfðagjafir hvetjum við þig til að hafa samband við Esther Hallsdóttur, verkefnastjóra erfðagjafa, í síma 562-6262 eða með því að senda tölvupóst á netfangið esther@unicef.is

 

Þau sem kjósa að gefa erfðagjöf vernda líf barna um ókomna tíð.   

Hvernig er erfðagjöfum ráðstafað?

UNICEF starfar fyrir öll börn og leggur áherslu á að ná til þeirra barna sem eru berskjölduðust hverju sinni. Þegar UNICEF fær arf að gjöf er honum því ráðstafað þangað sem metið er að þörfin sé mest. Gjöfin getur til dæmis nýst til að tryggja börnum menntun, bólusetja börn gegn sjúkdómum, tryggja börnum hreint vatn og næringaríkan mat eða veita þeim lífsnauðsynlega heilsugæslu.

Algengar spurningar um erfðagjafir

Þau sem kjósa að gefa erfðagjöf taka það fram í erfðaskránni sinni. Við hjá UNICEF útvegum þér lögfræðiaðstoð við gerð erfðaskrár þér að kostnaðarlausu. 

.