Menu

Útgefið efni

UNICEF gefur út mikið úrval af skýrslum, ritum og handbókum á hverju einasta ári. Við erum leiðandi í þekkingu um málefni barna á heimsvísu og stundum víðtækar rannsóknir á öllu því sem við kemur börnum.

RÉTTINDI BARNA Á ÍSLANDI: BÖRN SEM LÍÐA EFNISLEGAN SKORT

Skýrslan fjallar um efnislegan skort barna á Íslandi. Í stað þess að rýna í efnislegan skort meðal barna á einu sviði í einu, líkt og hingað til hefur oftast verið gert, gengur aðferðin sem kynnt er í skýrslunni – skortgreining UNICEF – út á að greina marghliða skort hjá börnum. Í ljós kemur að skortur hjá börnum á Íslandi hefur aukist.

SKOÐA SKJAL VISTA SKJAL

RÉTTINDI BARNA Á ÍSLANDI

Skýrslan Réttindi barna á Íslandi: Ofbeldi og forvarnir kom út í mars 2013 og er framhald af vinnu sem hófst með útgáfu skýrslunnar Staða barna á Íslandi 2011. Í henni er fjallað um margvíslegar birtingarmyndir ofbeldis gegn börnum: Kynferðislegt ofbeldi, heimilisofbeldi, einelti og vanrækslu. Ógnvekjandi mynd birtist af afleiðingum ofbeldis og tengslum þess við andlega vanlíðan barna og áhættuhegðun. Í skýrslunni eru jafnframt lagðar fram 16 skýrar tillögur um aðgerðir. Skýrslan hefur þegar haft mikil áhrif á málaflokkinn.

SKOÐA SKJAL VISTA SKJAL

STAÐA BARNA Á ÍSLANDI

Staða barna á Íslandi 2011 er viðamikið yfirlit um stöðu barna hér á landi. Þetta er í fyrsta sinn sem heildstæð samantekt af þessu tagi er gerð um stöðu barna á Íslandi og þær ógnir sem að þeim steðja. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um fátækt og atvinnuleysi, einelti og félagslega einangrun, slys, offitu, vanrækslu, sjúkdóma, heimilisofbeldi, kynferðislegt ofbeldi og áfengi, tóbak og ólögleg vímuefni.

SKOÐA SKJAL VISTA SKJAL

UMSAGNIR

UNICEF á Íslandi sendir frá sér yfirlýsingar um málefni sem snerta réttindi barna og veitir umsagnir um lagafrumvörp og annað sem börn varðar. Í nýjustu yfirlýsingunni var skýrslu samráðshóps stjórnvalda um aðgerðir gegn kynferðislegu ofbeldi fagnað. Ein af forgangstillögum samráðshópsins var að starfsemi vitundarvakningar um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum yrði útvíkkuð og „fest í sessi til frambúðar í þeim anda sem UNICEF og fleiri aðilar hafa lagt til með tillögum sínum um svokallað Ofbeldisvarnaráð.“

Nánar um efnið má finna hér

Ársyfirlit

Heimsforeldrar eru hjartað í starfsemi UNICEF á Íslandi. Þeir styðja mánaðarlega við lífsnauðsynleg verkefni UNICEF í þágu barna um allan heim. Við sendum heimsforeldrum reglulega tölvupóst með fréttum af baráttu UNICEF og því helsta sem framundan er. Við sendum heimsforeldrum ársyfirlit einu sinni á ári sem prentsmiðjan Oddi prentar fyrir okkur endurgjaldslaust. Sífellt fleiri kjósa þó að fá allar fréttir frá okkur á rafrænu formi. Við hvetjum alla sem kjósa að skipta yfir úr pappírssendingum í rafrænar til að senda okkur línu með tölvupóstfanginu sínu.

Nánar um efnið má finna hér

Ársskýrslur

Ársskýrsla UNICEF á Íslandi kemur út í maí ár hvert. Í henni eru upplýsingar um stefnu UNICEF, verkefni á liðnu ári og gert grein fyrir öllum fjármálum. Í ársskýrslunni er einnig stiklað á stóru um verkefni liðins árs og íslenskt starfsfólk UNICEF á vettvangi erlendis er tekið tali.

Ársskýrslur

The State of the World's Children

Frá árinu 1980 hefur UNICEF gefið út árlega skýrslu um stöðu barna í heiminum: The state of the world´s children. Skýrslunnar er beðið með eftirvæntingu á hverju ári, enda geymir hún gríðarlegan fróðleik um allt það sem við kemur börnum í heiminum. Í henni er að finna alla lykiltölfræði um börn á einu bretti, auk þess sem hver skýrsla hefur ákveðið þema. Árið 2012 var kastljósinu beint að bitrum veruleika barna í fátækrahverfum í stórborgum en árið 2013 er fjallað um börn með fötlun.

Nánar um efnið má finna á eftirfarandi síðu

Report Card

Report card-rannsóknaritröð UNICEF mælir velferð barna í efnameiri ríkjum heims. Hún er viðleitni til að ná til varnarlausustu barnanna í þeim ríkjum sem hafa almennt náð tökum á vandamálunum sem blasa við öðrum börnum heimsins, svo sem ólæsi og barnadauða. Samkvæmt skýrslu ársins 2013 mælist velferð barna óvíða meiri en hér á landi. Börn á Íslandi sem falla undir fátæktarmörk virðast þó lenda lengra undir mörkunum en gengur og gerist í nágrannaríkjunum.

Nánar um efnið má finna á eftirfarandi síðu

Progress for children

Í rannsóknaritröð UNICEF sem nefnist Progress for children er sjónum beint að ólíkum þáttum sem varða börn og yfirlit gefið yfir stöðu þeirra á heimsvísu. Meðal atriða sem tekin hafa verið fyrir eru barnavernd, mæðradauði, hreint vatn og næring. Einnig hefur verið fjallað um mikilvægi jöfnuðar við að ná Þúsaldarmarkmiðunum.

Nánar um efnið má finna á eftirfarandi síðu

A Promise Renewed

Hverjar eru helstu dánarorsakir kvenna og ungbarna og hvar er dánartíðnin hæst? Hér má finna ritröð sem reynir að finna svar við þeirri spurningu. Gagnlegar upplýsingar sem teknar hafa verið saman í nokkur ár til að hjálpa við að snúar þeirri þróun við.

Nánar má finna á eftirfarandi síðu

CHILD TRAFFICKING IN GUINEA BISSAU

Skýrsla á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi um mansal á börnum í Gíneu-Bissá. Rannsóknin er studd af UNICEF á Íslandi, en frá stofnun hafa samtökin stutt við Gíneu-Bissá í Vestur-Afríku á sviði menntunar og heilsu. Skýrsla þessi varpar skýrara ljósi á þann flókna vanda sem blasir við mörgum börnum í Gíneu-Bissá.

Nánar um efnið má finna á eftirfarandi síðu