Loftslagsloforð

UNICEF

Loftslagsloforð UNICEF er ný fjáröflunarleið hjá UNICEF á Íslandi. Leiðin er sérsniðin að þörfum lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi og auðveldar þeim að leggja sitt af mörkum við að byggja upp þolgæði og viðnám samfélaga gegn áhrifum loftslagsbreytinga og þeirra áhrifa sem þær hafa á börn um allan heim.

Með mánaðarlegum framlögum til loforðsins er UNICEF meðal annars að bæta aðgengi barna og samfélaga að vatns- og hreinlætisþjónustu svo innviðir þoli áhrif loftslagsbreytinga, menntun og fræðslu barna á sjálfbærri þróun en einnig bætt loftslagsþol og gæði heilbrigðisþjónustu svo eitthvað sé nefnt.

Mánaðarlegar gjafir lítilla og meðalstórra fyrirtækja skipta sköpum fyrir UNICEF og gera okkur kleift að vera til staðar fyrir börn sem nú standa frammi fyrir afleiðingum hamfarahlýnunar.


Von
  • Viðurkenningarskjal
  • Reglulegar fréttir af loftslagsmálum
10.000 KR.Lágmarksupphæð
Styrkja
Áhrif
  • Allt innifalið í VON +
  • Undirskrift fyrir tölvupóst
  • Þakkir á samfélagsmiðlum og vefsíðu Loftslagsloforðsins
62.500 KR.Lágmarksupphæð
Styrkja
Framfarir
  • Allt innifalið í ÁHRIF +
  • Þakkarpóstur á samfélagsmiðlum UNICEF
  • Boð í árlegan hádegisfund UNICEF á Íslandi
125.000 KR.Lágmarksupphæð
Styrkja
Von
  • Viðurkenningarskjal
  • Reglulegar fréttir af loftslagsmálum
10.000 KR.Lágmarksupphæð
Styrkja
Áhrif
  • Allt innifalið í VON +
  • Undirskrift fyrir tölvupóst
  • Þakkir á samfélagsmiðlum og vefsíðu Loftslagsloforðsins
62.500 KR.Lágmarksupphæð
Styrkja
Framfarir
  • Allt innifalið í ÁHRIF +
  • Þakkarpóstur á samfélagsmiðlum UNICEF
  • Boð í árlegan hádegisfund UNICEF á Íslandi
125.000 KR.Lágmarksupphæð
Styrkja

Loftlagsloforð fyrirtækja veitir von, hefur áhrif og tryggir framfarir

Áskoranir

af völdum loftslagsbreytinga

Hverri einustu krónu sem varið er í Loftlagssjóð getur skilað á bilinu 3 til 50 króna ávöxtun í samfélagslegan hagnað*

Hvernig hefur þitt fyrirtæki áhrif?

Loftslagsloforð UNICEF styður við mikilvæg störf UNICEF í þágu velferðar og réttinda allra barna tengd loftslagsmálum.

Sem meðlimur í Loftslagsloforði UNICEF gætir þú að velferð barna um heim allan. Þú hjálpar börnum á öllum aldri og samfélögum sem eiga undir högg að sækja af völdum loftslagsbreytinga. Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi um verkefni sem fjármögnuð eru af Loftslagsjóði UNICEF.

Malaví
Einni milljón íbúa séð fyrir heilbrigðisþjónustu með rafmagni sem knúið er af sólarorku, 230 þúsund íbúar njóta góðs af endurnýjanlegum orkugjöfum sem notaðir eru t.d. í að knýja áfram skóla, heilbrigðisstofnanir og vatnskerfi samfélaga sem nú er hluti af orkuáætlun þjóðarinnar.

Madagaskar
Aukin áhersla á umhverfisvæn þorp á þurrkasvæðum í suðri þar sem markmiðið er að auka sjálfbærni vatnsveitu- og hreinlætiskerfa, umhverfisvæna skóla og heilbrigðisstofnana og endurbætur á viðvörunarkerfum. 88 þúsund manns nutu góðs af sjálfbærum vatnsdreifikerfum árið 2021.

Rómanska Ameríka / Karíbahaf
Opið upplýsinga- og viðvörunarkerfi tengt loftslags- og náttúruhamförum. Öryggisáætlanir og loftslagsþolin vatnsþjónusta í skólum er hluti af áætlunum í öllum sveitarfélögum Honduras. Yfir 100 þúsund manns í 26 sveitarfélögum hafa notið góðs af hingað til.

Næstum helmingur allra barna í heiminum býr á svæðum sem talin eru „mjög hættuleg“ vegna loftslagshamfara og umhverfisbreytinga.

Hvernig spyrnir UNICEF við

loftslags-

breytingum?

  • Aðgengi að vatns- og hreinlætisþjónustu (WASH) dregur úr hættu fyrir 415 milljónir barna.

UNICEF bætir vatns- og hreinlætisþjónustu í samfélögum svo innviðir þoli áhrif loftslagsbreytinga og dregur í kolefnisfótspori þjónustunnar.

  • Skólar og menntakerfi draga úr hættu fyrir 275 milljónir barna.

UNICEF styður fræðslu og menntun barna á sjálfbærri þróun og eykur aðgengi þeirra að skólum.

  • Loftslagsvæn heilbrigðisþjónusta dregur úr hættu 460 milljón barna.

UNICEF bætir loftslagsþol og gæði heilbrigðisþjónustu með því að; draga úr mengun, koma upp sjálfbærum orkugjöfum, auka þolgæði og draga úr áhættu fyrir heilbrigðismiðstöðvar vegna hugsanlegra náttúruhamfara. (71 ríki árið 2021)

  • Loftslagsmiðað félagsþjónustunet dregur úr hættu 310 milljón barna.

UNICEF styður félagsþjónustukerfi svo þau geti aðlagist því að taka á sálfélagslegum afleiðingum náttúruhamfara.

Saman getum við gert heiminn að betri stað. 

MEIRI STYRKUR FYRIR SÖMU UPPHÆÐ

Þökk sé lögum um skattalega hvata til almannaheillastarfsemi geta einstaklingar dregið að hámarki 350 þúsund krónur á ári frá skattskyldum tekjum sínum vegna framlaga til UNICEF á Íslandi. Styrkur einstaklings þarf að lágmarki að vera 10.000 kr. á ári til að hann sé frádráttarbær.

Algengar spurningar

Loftslagsloforð UNICEF er ný fjáröflunarleið hjá UNICEF á Íslandi. Leiðin er sérsniðin að þörfum lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi og auðveldar þeim að leggja sitt af mörkum til að byggja upp þolgæði samfélaga um allan heim gegn áhrifum loftslagsbreytinga í þágu barna.

Með mánaðarlegum framlögum til loforðsins er UNICEF meðal annars að bæta aðgengi barna og samfélaga að vatns- og hreinlætisþjónustu svo innviðir séu betur undir það búnir að þola hamfarir sem fylgja loftslagsbreytingum, veita menntun og fræðslu barna á sjálfbærri þróun en einnig bætt loftslagsþol og gæði heilbrigðisþjónustu svo eitthvað sé nefnt. Framlög fyrirtækja gera UNICEF kleift að bregðast samstundis við í neyðarástandi, vera áfram til staðar fyrir börn eftir að kastljós heimsbyggðarinnar beinist annað, sinna hjálparstarfi á svæðum sem njóta engrar fjölmiðlaathygli, skipuleggja hjálparstarf til lengri tíma og beita sér á heimsvísu. Saman vinna meðlimir Loftslagsloforðsins og UNICEF að réttindum allra barna sem drifkraftur varanlegra umbóta og breytinga í heiminum með sérstaka áherslu á loftslagsmál.

UNICEF er leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum. Við sinnum langtímauppbyggingu og neyðaraðstoð og erum á vettvangi í yfir 190 löndum. Við njótum mikils trausts, leggjum áherslu á víðtæka samvinnu og erum því í einstakri stöðu til að búa börnum betra líf og þrýsta á um víðtækar breytingar sem hafa áhrif á heimsvísu.

Mánaðarlegar gjafir lítilla og meðalstórra fyrirtækja skipta sköpum fyrir UNICEF og gera okkur kleift að vera til staðar fyrir börn við hnattrænar breytingar.

Þú getur skráð þig hér á skráningarsíðu Loftslagsloforðsins eða haft samband við okkur í síma 552 6300. Við hlökkum til að heyra frá þér.

Styrkjum Loftslagsloforðs UNICEF er skipt í þrjá meginpakka. Allt fjármagn loforðsins rennur í Loftslagsjóð UNICEF.

Von: Minnsti pakki loftslagsloforðsins. Fyrirtæki leggja til 10.000 kr. á mánuði sem rennur til Loftslagsjóðs UNICEF og fá í staðinn viðurkenningarskjal fyrir framlög sín til loforðsins.

Áhrif: Fyrirtæki leggja til 62.500 kr. á mánuði og fá í staðinn allt sem er í VON og að auki undirskrift fyrir tölvupóst til að merkja fyrirtækið sem þátttakanda í Loftslagsloforðinu, þakkir á samfélagsmiðlum og vefsíðu.

Framfarir: Stærsti pakki Loftslagsloforðsins. Fyrirtæki leggja til 125.000 kr. á mánuði og eru þá partur af stærra samstarfsneti UNICEF á Íslandi. Fyrirtæki sem skrá sig í Framfarapakkann fá allt sem er í boði í bæði VON og ÁHRIF en einnig boð á hádegisfund UNICEF á Íslandi sem og boð og kynningu um að gerast meðlimir í UN Global Compact á Íslandi.

Hver styrktarpakki er sniðinn til þess að uppfylla breiðar þarfir lítilla og meðalstórra fyrirtækja um mánaðarleg framlög og hvert fyrirtæki getur valið þann pakka sem hentar því best hverju sinni.

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum. Við vinnum að réttindum réttindum allra barna og sinnum bæði langtímauppbyggingu og neyðaraðstoð.

Við erum á vettvangi í yfir 190 löndum og höfum að leiðarljósi að öll börn njóti velferðar – hvar sem þau er að finna. UNICEF leggur ríka áherslu á að ná til þeirra barna sem helst eiga undir högg að sækja.

Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna fæðast öll börn með ófrávíkjanleg réttindi. Hins vegar fá ekki öll börn notið þeirra. Þessu viljum við breyta. UNICEF trúir því að heilbrigð barnæska og mannsæmandi líf séu réttur allra barna.

Á hverjum degi sjáum við árangur af starfi okkar – árangur sem hefur bein áhrif á líf barna vítt og breitt um heiminn. Þetta er okkar helsti drifkraftur.

UNICEF á mikinn þátt í að stórlega hefur dregið úr barnadauða á heimsvísu, fleiri börn fara í skóla nú en nokkru sinni fyrr, fá bólusetningar við banvænum sjúkdómum og aukið aðgengi að heilbrigðisþjónustu en áður og fleiri hafa aðgang að hreinu vatni nú en nokkru sinni fyrr. UNICEF stendur fyrir varanlegum umbótum sem breyta heiminum til frambúðar.

Í öllu okkar starfi treystum við eingöngu á frjáls framlög. Mánaðarlegar gjafir fyrirtækja og einstaklinga gera UNICEF kleift að bregðast samstundis við þegar neyðarástand brýst út, vera áfram til staðar fyrir börn eftir að kastljós heimsbyggðarinnar beinist annað, sinna hjálparstarfi á svæðum sem njóta engrar fjölmiðlaathygli, skipuleggja hjálparstarf yfir lengri tíma og beita sér í þágu réttinda barna á heimsvísu. Með þinni hjálp vinnum við að því að gæta allra barna.

UNICEF nýtur mikils trausts og leggur áherslu á víðtæka samvinnu við yfirvöld, félagasamtök, samfélög og börnin sjálf og fjölskyldur þeirra. Við gegnum leiðandi hlutverki í hjálparstarfi fyrir börn og erum því í einstakri stöðu til að þrýsta á um stórfelldar breytingar sem hafa áhrif á heimsvísu.

Hér getur þú lesið meira um það hvernig við gerum heiminn að betri stað fyrir börn – með þinni hjálp. Þar sem allt okkar starf byggist á frjálsum framlögum gætum við án stuðnings Heimsforeldra og styrktaraðila okkar ekki verið til staðar fyrir öll þau börn sem við hjálpum á hverjum degi. Þið gerið starf okkar mögulegt. Takk!

Sem þátttakandi í Loftslagsloforði UNICEF styður þú ekki við eitt ákveðið barn heldur rennur mánaðarlegur styrkur þinn til Loftslagssjóðs UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í þágu allra barna. Meðlimir Loftslagsloforðsins gera UNICEF þannig kleift að vinna að og verja réttindi barna á heimsvísu og stuðla að hnattrænum breytingum sem gera heiminn betri til frambúðar.

Hér eru nokkur dæmi um hvernig styrkur þinn hjálpar:

  • Vernd umhverfis fyrir framtíðina: Styrkir Loftslagsloforðsins fara í verkefni sem stuðla að sjálfbærum lausnum og vernd náttúruauðlinda, sem eru nauðsynlegar við að tryggja heilbrigt umhverfi fyrir börn.
  • Bætt heilsa og lífsgæði: Loftslagsbreytingar hafa áhrif á heilsu barna, til dæmis með aukinni tíðni sjúkdóma sem tengjast loftslagsbreytingum. Styrkir þínir gera okkur kleift að veita heilbrigðisþjónustu, lyf og hreint vatn til þeirra sem þurfa mest á því að halda.
  • Menntun og fræðsla: Með þinni hjálp getum við tryggt að börn fái tækifæri til menntunar í öruggu og hreinu umhverfi. Við vinnum að því að gera skóla sjálfbæra með hreinni orku og vatnsbúskap.
  • Neyðaraðstoð: Hamfarahlýnun fylgja vaxandi og tíðari náttúruhamfarir sem ógna lífi og velferð barna. Þinn stuðningur gerir okkur kleift að bregðast hratt við neyðarástandi og bjarga lífi barna sem búa við verstu aðstæður.

Þátttaka í Loftslagsloforðinu er fjárfesting í réttindum barna um allan heim og því um leið fjárfesting í betri heimi fyrir öll börn sem bera þungan af áhrifum loftslagsbreytinga, oftar en ekki í ríkjum sem minnsta ábyrgð bera á vandanum.

Já, hjálpin skilar sér og hefur sannarlega áhrif. Með stuðningi frá Loftslagsloforðinu erum við að stuðla að betri framtíð fyrir börn um allan heim með því að bregðast við loftslagsvánni. Hér eru nokkur dæmi:

Aðgangur að hreinu vatni: Fleiri börn hafa nú aðgang að hreinu vatni og heilbrigðisþjónustu sem er lífsnauðsynleg fyrir heilsu þeirra og velferð.

Bætt heilbrigðisþjónusta og menntun: Bættar aðstæður fyrir börn að komast í skóla en einnig koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma með lyfjameðferðum við HIV og mænusótt.

Mikilvæg umhverfisvernd: Við vinnum að því að bæta umhverfi barna með því að stuðla að sjálfbærni og vernd náttúruauðlinda. Verkefni okkar stuðla að því að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga á börn.

Neyðarviðbrögð við náttúruhamförum: Þegar loftslagstengdar hamfarir eins og flóð, þurrkar og stormar eiga sér stað, getum við brugðist hratt við og veitt börnum nauðsynlega neyðaraðstoð.

Við erum ákaflega stolt af þessum árangri. Þinn stuðningur í Loftslagsloforði UNICEF gerir okkur kleift að halda áfram þessu mikilvæga starfi og tryggja að við getum hjálpað þar sem þörfin er mest hverju sinni.

Meðlimir Loftslagsloforðsins greiða mánaðarlega upphæð eftir styrktarleiðum loforðsins VON - ÁHRIF - FRAMFARIR. Hægt er að velja um tvenns konar greiðslufyrirkomulag: Annars vegar beingreiðslu af bankareikningi og hins vegar reglulega skuldfærslu með greiðslukorti.

Hvort tveggja er öruggur greiðslumáti sem hefur í för með sér lægri kostnað fyrir UNICEF en möguleikar á borð við greiðsluseðla og gíróseðla. Við leggjum mikla áherslu á að lágmarka allan kostnað.

Stutta svarið er nei, því miður. Að senda gíróseðil eða greiðsluseðil hefur í för með sér meiri kostnað en beingreiðsla af bankareikningi eða skuldfærsla með kredikorti.

Við leggjum ávallt mikla áherslu á að halda öllum kostnaði við fjáröflun okkar í lágmarki.

Mikilvægt er að tilkynna okkur um það þegar skipt er um bankareikning eða kreditkort. Að öðrum kosti munu styrkir ekki berast okkur.

Öruggast er að hringja í okkur í síma 552 6300 og tilkynna um nýjar upplýsingar. Við mælum ekki með því að svo viðkvæmar upplýsingar séu sendar með tölvupósti.

Breytingar á heimilisfangi eða tölvupóstfangi má tilkynna okkur með því að senda póst á netfangið: unicef@unicef.is eða hringja í okkur í síma 552 6300. Endilega látið okkur vita um allar slíkar breytingar svo við getum tryggt að ykkur berist áfram samskiptaefni frá okkur.

Meðlimir Loftslagsloforðs UNICEF geta valið um að færa sig á milli styrktarleiða VON - ÁHRIF - FRAMFARIR og þar með lækkað eða hækkað framlag sitt eftir hentugleika.

Að vera skráður í Loftslagsloforð UNICEF er algjörlega valfrjálst.

Meðlimir loforðsins geta því hætt hvenær sem þeir kjósa. Þú hefur einfaldlega samband við okkur í síma 552 6300 og við afskráum þig samdægurs.

Vegna vinnulags banka og greiðslukortafyrirtækja kann sú staða þó að koma upp að ekki sé ekki hægt að stöðva skuldfærslu fyrir komandi mánuð.

UNICEF treystir alfarið á frjáls framlög. Það þýðir meðal annars að án stuðnings frá meðlimum Loftslagsloforðsins og öðrum styrktaraðilum gætum við einfaldlega ekki verið til staðar fyrir öll þau börn sem við hjálpum á hverjum degi. Það skiptir okkur því miklu máli að það sé ánægjuleg reynsla fyrir þig að vera meðlimur Loftslagsloforðs Unicef.

Ef þú ert með ábendingu um hvað betur má fara eða vilt koma athugasemdum áleiðis hvetjum við þig til að senda okkur tölvupóst á netfangið unicef@unicef.is eða hafa samband við okkur í síma 552 6300.

Allar ábendingar eru afar vel þegnar.

Þú getur sent okkur tölvupóst á unicef@unicef.is og við verðum í sambandi eða haft samband við okkur í síma 552 6300. Við hlökkum til að heyra frá þér.

UNICEF er í einstakri stöðu til að þrýsta á um víðtækar breytingar sem hafa áhrif á heimsvísu. Þú getur verið með.