18. október 2023

Yfirlýsing framkvæmdastjóra UNICEF, Catherine Russell, um árásina á Al Ahli sjúkrahúsið

„Ég er skelfingu lostin yfir fregnum af látnum og særðum börnum og konum eftir árásina á Al Ahli sjúkrahúsið á Gaza í gærkvöldi. Frekari upplýsingar um atburðina eru enn að berast og tala látinna óljós, en aðstæður á svæðinu hrikalegar ,“ sagði Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í viðtali í gær.

„Þetta undirstrikar þau lífshættulegu áhrif sem stríðið hefur á börn og fjölskyldur. Á 11 dögum hafa hundruð barna týnt lífi sínu á hörmulegan hátt og þúsundir til viðbótar hafa slasast. Áætlað er að yfir 300 þúsund börn séu á flótta frá heimilum sínum,“ sagði Russell.

„Árásir á óbreytta borgara og borgaralega innviði, eins og sjúkrahús, eru algjörlega óviðunandi. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, ítrekar ákall sitt um tafarlaust vopnahlé til þess að tryggja vernd barna í neyð og aðgengi þeirra að mannúðaraðstoð,“ sagði Russell.

„Öll börn, sama hvar í heiminum, eiga skilið frið og öryggi,“ sagði Russell að lokum.

Fleiri
fréttir

20. janúar 2025

Aðgerðaráætlun UNICEF í fyrsta fasa vopnahlés á Gaza
Lesa meira

16. janúar 2025

UNICEF flytur hjálpargögn á hamfarasvæði í Tíbet
Lesa meira

15. janúar 2025

UNICEF fagnar löngu tímabæru vopnahléi á Gaza
Lesa meira
Fara í fréttasafn