24. febrúar 2022

Yfirlýsing framkvæmdastjóra UNICEF: „Börn Úkraínu þurfa nauðsynlega á friði að halda“

„UNICEF hefur miklar áhyggjur af því að aukin átök í Úkraínu ógni nú lífi og velferð þeirra 7,5 milljóna barna sem þar búa,“ segir Catherine M. Russell, framkvæmdastjóri UNICEF

Gleði á undirituninni áðan. Gaman að fá Réttindaskóla hingað til lands og hefja spennandi tilraunaverkefni!

24. febrúar 2022 „UNICEF hefur miklar áhyggjur af því að aukin átök í Úkraínu ógni nú lífi og velferð þeirra 7,5 milljóna barna sem þar búa,“ segir Catherine M. Russell, framkvæmdastjóri UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu sem send var nú fyrir stundu.

„Mikilvægir vatnsinnviðir og skólabyggingar hafa nú þegar skemmst í árásum á átakasvæðum undanfarna daga. Linni þessum átökum ekki er ljóst að tugir þúsunda fjölskyldna munu neyðast til að flýja heimili sín og auka enn á þörf fyrir neyðaraðstoð í landinu.“

Russell segir að UNICEF sé nú að störfum á vettvangi um allan austurhluta Úkraínu við að bæta í mannúðaraðstoð til handa börnum. Það feli meðal annars í sér að flytja vatnsbirgðir á átakasvæði, sem og að koma heilbrigðis-, hreinlætis-, og menntaneyðargögnum eins nærri átakasvæðum og mögulegt er. UNICEF vinnur sömuleiðis með sveitarstjórnum við að tryggja tafarlausa aðstoð fyrir börn og fjölskyldur í neyð. Færanleg teymi sérfræðinga eru þá einnig til staðar til að veita börnum sem glíma við sálrænar og félagslegar afleiðingar ástandsins ráðgjöf og aðstoð.

„Átta ár af átökum hafa valdið börnum, beggja vegna átakalínunnar, ómældum skaða. Börn Úkraínu þurfa nauðsynlega á friði að halda,“ segir Russell í yfirlýsingunni.

„UNICEF tekur undir ákall Aðalritara Sameinuðu þjónanna um tafarlaust vopnahlé og krefur alla að virða alþjóðlegar skuldbindingar um að vernda börnin og tryggja að mannúðarstofnanir geti með öruggum og skjótum hætti nálgast börn í neyð. UNICEF krefst þess að stríðandi fylkingar grípi alls ekki til árása á mikilvæga innviði sem börn og saklausir borgarar reiða sig á. Hvort heldur sem um er að ræða vatnsveitur, heilbrigðisstofnanir eða skóla.“

Fleiri
fréttir

20. janúar 2025

Aðgerðaráætlun UNICEF í fyrsta fasa vopnahlés á Gaza
Lesa meira

16. janúar 2025

UNICEF flytur hjálpargögn á hamfarasvæði í Tíbet
Lesa meira

15. janúar 2025

UNICEF fagnar löngu tímabæru vopnahléi á Gaza
Lesa meira
Fara í fréttasafn