13. október 2023

UNICEF undirritar nýjan samning um kaup og dreifingu á malaríubóluefni 

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, stærsti kaupandi bóluefna í heiminum, gerði í vikunni nýjan samning um kaup á yfir 2 milljörðum afbóluefni gegn malaríu. Samningurinn gildir til ársins 2028 og er bóluefnið ætlað börnum og fjölskyldum sem þjást af sjúkdómnum.

Stúlka fær bóluefni frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, í Jemen.

Í vikunni undirritaði UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, samning til ársins 2028 við framleiðandann Serum Life Sciences um kaup á 2 milljörðum skammta af malaríubóluefni næstu fjögur árin. Bóluefnið, R21/Marix-M, er ætlað börnum sem þjást af malaríu, en næstum hálf milljón barna deyja árlega úr malaríu.  

Samningurinn er stór áfangi í átt að því að mæta mikilli eftirspurn eftir skömmtum af nýjum bóluefnum gegn malaríu en á hverri mínútu dregur sjúkdómurinn eitt barn undir fimm ára aldri til dauða. Samkvæmt samningnum gerir UNICEF ráð fyrir því að hefja afhendingu og bólusetningu á bóluefninu um mitt ár 2024.  

Eitt af markmiðum UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, er að auka aðgengi að bóluefnum. Bóluefnið er afrakstur 35 ára af rannsóknum og þróunarvinnu og er R21/Marix-M ásamt bóluefninu RTS,S fyrsta bóluefnið sem er þróað við sjúkdómnum. Bæði bóluefnin virka gegn Plasmodium falciparum, banvænasta malaríusníkjudýrinu á heimsvísu og það algengasta í Afríku. Bóluefnin eru því mikilvæg viðbót við aðgerðir gegn þessum banvæna sjúkdómi.   

UNICEF er stærsti einstaki bóluefniskaupandi í heimi og útvegar meira en 2 milljarða skammta af bóluefnum árlega fyrir hefðbundnar bólusetningar á börnum. R21/Matrix-M mun styðja við aukið alþjóðlegt framboð á malaríubóluefnum og flýta fyrir nauðsynlegri aðstoð við fjölskyldur og börn.  

„Þessi samningur er því mikilvægt skref í átt að því að vernda fleiri börn gegn þessum banvæna sjúkdómi,“ segir Leila Pakkala, framkvæmdastjóri birgðasviðs UNICEF.

Fleiri
fréttir

20. desember 2024

Opnunartími skrifstofu um hátíðarnar
Lesa meira

19. desember 2024

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára 
Lesa meira

18. desember 2024

UNICEF: Börn í Sýrlandi þurfa frið
Lesa meira
Fara í fréttasafn