28. júlí 2020

UNICEF undirbýr neyðaraðstoð á Karabísku eyjunum

UNICEF fylgist grannt með þróun fellibylja og undirbýr neyðaraðstoð á Karabísku eyjunum þar sem 2,3 milljón manns búa og af þeim eru 600.000 börn. Áhersla er lögð á að senda neyðarvarning fyrst til þeirra sem að hafa orðið hvað verst úti vegna kórónuveirufaraldursins en hann hefur herjað á eyjarklasan af miklum þunga síðustu vikur.

UNICEF fylgist grannt með þróun fellibylja og undirbýr neyðaraðstoð á Karabísku eyjunum þar sem 2,3 milljón manns búa og af þeim eru 600.000 börn. Áhersla er lögð á að senda neyðarvarning fyrst til þeirra sem að hafa orðið hvað verst úti vegna kórónuveirufaraldursins en hann hefur herjað á eyjarklasan af miklum þunga síðustu vikur.

Þá er lögð áhersla á að hjálp berist fyrst til heimilislausra barn, barna á stofnunum og innflytjenda en áætlað er að 33.400 innflytjendur frá Venezúela búi nú í Trinídad og Tóbagó.

Efnahagur á svæðinu styðst við ferðaþjónustu að mestu leiti sem að varð til þess að atvinnuleysi, mataróöryggi og brottfall úr skólum hefur verið gríðarlegt síðan að faraldurinn tók að breiðast út. UNICEF í Bandaríkjunum greinir einnig frá því að eyðileggingin sem að fylgdi fellibyljunum Irma og María árið 2017 og fellibylnum Dorian árið 2019 umturnuðu lífi fólks.

Veðurfræðingar spá mun alvarlegri fellibyljatímabili á næstu mánuðum en því sem hefur verið á fyrri árum. Ástandið hefur valdið því að mikill ótti hefur gripið um sig meðal almennings sem að vinnur hörðum höndum að því að vera undirbúin.

Hlutverk UNICEF á svæðinu er að koma í veg fyrir að börn látist, særist, verði munaðarlaus eða viðskila við foreldra sína samhliða því tjóni sem fellibylurinn og faraldurinn kunna að valda.

UNICEF vinnur náið samstarf með ríkisstjórnum og öðrum deildum Sameinuðu þjóðanna svo samhæfa megi viðbrögð og tryggja að neyðaraðstoð vegna fellibyljana berist, með tilliti til viðbragðsáætlana vegna kórónuveirufaraldursins.

Meðal viðbragðsáætlana er dreifing á leiðbeiningum tengdum öryggi í skólum, stuðningi við stafrænt skólahald og betrun á andlegri líðan barna. UNICEF sér einnig um að undirbúa birgðarstöðvar og koma fyrir neyðarbirgðum; vatnsbirgðum, hreinlætisgögnum og neyðartjöldum með barnvænum svæðum.

Alvarlegra fellibyljatímabili á næstu mánuðum setur börn í hryllilega stöðu. Að meðaltali myndast um sex fellibyljir á ári á Atlantshafi. Áætlað er að á þessu ári muni þeir fellibyljir sem að ná vindhraðanum 40 metrum á sekúndu vera 13-19 talsins, af þeim gætu 6-10 fellibyljir náð 74 metrum á sekúndu og 3-6 náð 111 metrum á sekúndu.

Fyrirhugað fellbyljatímabil setur börn sem að búa nú þegar búa við bágar aðstæður í lífshættu.

Hægt er að leggja neyðarsjóð UNICEF lið hér: https://unicef.is/stakur-styrkur.
Einnig er hægt að senda SMS-ið BARN í nr. 1900 fyrir 1.900 kr. eða millifæra upphæð að eigin vali á reikning UNICEF.
Bankanúmer: 701-26-102030 Kt. 481203-2950.
AUR: 123 789 6262.

Fleiri
fréttir

20. desember 2024

Opnunartími skrifstofu um hátíðarnar
Lesa meira

19. desember 2024

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára 
Lesa meira

18. desember 2024

UNICEF: Börn í Sýrlandi þurfa frið
Lesa meira
Fara í fréttasafn