05. desember 2022

UNICEF stefnir á að ná til 110 milljóna barna í neyð á næsta ári

Ákall UNICEF fyrir árið 2023 – Aldrei fleiri börn þurft aðstoð – Fjárþörfin metin á 10,3 milljarða dala

Aldrei fyrr hafa fleiri börn þurft á mannúðaraðstoð að halda í heiminum og stefnir UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, á að ná til 110 milljóna barna á næstu ári. Þetta kemur fram í árlegu ákalli UNICEF þar sem aðgerðaráætlun og fjárþörf stofnunarinnar í mannúðarmálum næsta árs eru kynnt.

„Um allan heim standa börn frammi fyrir margvíslegum ógnum vegna átaka, neyðarástands, hamfara, landflótta, sjúkdóma og síversnandi vannæringar. Á sama tíma er hamfarahlýnun að gera ill verra og skapa nýjar ógnir við velferð barna. Það er gríðarlega mikilvægt að við fáum viðeigandi stuðning til að ná til barna með afgerandi og tímanlegum mannúðaraðgerðum,“ segir Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF, í tilkynningu vegna ákallsins sem ber að venju yfirskriftina „Humanitarian Action for Children.“ 

UNICEF metur fjárþörf næsta árs á 10,3 milljarða Bandaríkjadala svo hægt sé að ná til 110 milljóna barna í 155 löndum og landsvæðum.   

Mikil neyð á árinu sem er að líða

Í byrjun árs 2022 var áætlað að 274 milljónir manna hafi þurft á mannúðaraðstoð og vernd að halda. Etir því sem leið á árið hækkaði sú tala umtalsvert, meðal annars vegna átaka, þar á meðal stríðsins í Úkraínu, ógn við matvælaöryggi, yfirvofandi hungursneyð vegna hamfarahlýnunar og annarra þátta eins og flóðsins í Pakistan. Við allt þetta bættust svo faraldur sjúkdóma á borð við kóleru og mislinga sem áttu talsverða endurkomu á árinu. 

Afleiðingar heimsfaraldurs COVID-19 hafa einnig verið margvíslegar, efnahagslegur óstöðugleiki, verðbólga og verðhækkanir á matvælum og eldsneyti hafa komið verst niður á börnum í viðkvæmri stöðu. 

Líkt og UNICEF hefur fjallað um hafa loftlagsmál og hamfarir tengdir hlýnun jarðar heldur betur bætt olíu á eldinn. Hamfarir eru að verra verri og standa yfir lengur. Síðustu 10 ár eru þau hlýjustu frá upphafi mælinga og hamfarir tengdar hlýnun jarðar hafa þrefaldast á síðustu 30 árum. Í dag bú um 400 milljónir barna á svæðum þar sem ógn við vatnsöryggi þeirra er metin „mikil“ eða “gríðarlega mikil.“ 

Á sama tíma eru nú fleiri börn að ferðast yfir landamæri á flótta en sést hafa síðan í síðari heimsstyrjöldinni. Á heimsvísu eru 37 milljónir barna á flótta vegna neyðar. 

Ákall UNICEF og markmið fyrir árið 2023 eru eftirfarandi: 

  • 8,2 milljónir barna fái meðhöndlun við alvarlegri bráðavannæringu
  • 28 milljónir barna fái bólusetningu við mislingum
  • 63,7 milljónir manna fái aðgengi að hreinu og öruggu drykkjarvatni og til heimilisnota.
  • 23,5 milljónir barna, ungmenna og forráðamanna fái aðgengi að geðheilbrigðis- og félagsþjónustu.
  • 16,2 milljónir barna og kvenna fái aðgengi að ráðgjöf, forvarnarstarfi, aðstoð og viðbrögðum við kynbundnu ofbeldi.
  • 32 milljónir manna fái aðgengi að úrræðum til að sporna við kynferðislegri misnotkun og ofbeldi frá aðilum sem falið hefur verið að veita þeim aðstoð
  • 25,7 milljónir barna fá formlega- og óformlega menntun.

Þau lönd og svæði sem áætlað er að hafi mesta fjárþörf á næsta ári eru:

  • Afganistan
  • Úkraína og flóttamannaaðstoð
  • Aðstoð við flóttafólk frá Sýrlandi
  • Lýðstjórnarlýðveldið Kongó
  • Eþíópía.

 

Árangur sem UNICEF náði á árinu sem er að líða þökk sé stuðningi almennings, stjórnvalda, samstarfsaðila, stofnana Sameinuðu þjóðanna og annarra eru meðal annars:

  • 23,8 milljónir barna bólusett við mislingum
  • 2,6 milljónir barna meðhöndluð vegna alvarlegrar bráðavannæringar
  • 28 milljónir barna fengu aðgengi að formlegri og óformlegri menntun.
  • 13 milljónir barna, ungmenna og forráðamanna fengu geðheilbrigðis- og félagsþjónustu.
  • 25,9 milljónir manna fengu aðgengi að nægilegu magni öruggs drykkjarvatns og vatns til heimilisnota.
  • 5,5 milljónir manna fengu aðgengi að úrræðum vegna kynferðisofbeldis og misnotkunar.
  • 4,2 milljónir kvenna, stúlka og drengja fengu aðgengi að úrræðum, ráðgjöf, forvarnarstarfi, aðstoð og viðbrögðum við kynbundnu ofbeldi.

 Í ljósi þess að þörfin fyrir mannúðaraðstoð er nú í fordæmalausum hæðum kallar UNICEF eftir stuðningi allra sinna styrktaraðila að bæta í, gefa ekkert eftir í baráttunni fyrir réttindum og velferð allra barna, um allan heim. Stuðningur almennings, fyrirtækja og stjórnvalda hér á Íslandi á árinu hafa sömuleiðis gert UNICEF kleift að hjálpa ótal börnum í neyð um allan heim.

Nú fer í hönd ein mikilvægasta fjár- og hjálpargagnasöfnun hvers árs hjá UNICEF á Íslandi og hvetjum við öll sem geta að kaupa Sannar gjafir fyrir jólin. Með Sönnum gjöfum tryggir þú kaup á  lífsnauðsynlegum hjálpargögnum fyrir börn þar sem neyðin er mest.
Komdu við á Sannargjafir.is og gefðu heimsins mikilvægustu jólagjöf.

Fleiri
fréttir

20. desember 2024

Opnunartími skrifstofu um hátíðarnar
Lesa meira

19. desember 2024

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára 
Lesa meira

18. desember 2024

UNICEF: Börn í Sýrlandi þurfa frið
Lesa meira
Fara í fréttasafn