21. desember 2021

UNICEF sendir hjálpargögn á hamfarasvæði Filippseyja

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna áætlar að um 845 þúsund börn á hamfarasvæðum fellibyljarins Rai á Filippseyjum þarfnist neyðaraðstoðar.

21. desember 2021 UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna áætlar að um 845 þúsund börn á hamfarasvæðum fellibyljarins Rai á Filippseyjum þarfnist neyðaraðstoðar. UNICEF hefur brugðist við og sent nauðsynleg grunnhjálpargögn á vettvang á meðan áframhaldandi mat er lagt á ástandið og þörfina.

Nauðsynlegt er að tryggja næringu, vatn, lyf, föt, tímabundið skjól og viðbragðspakka við hamförum til heilbrigðisstofnana svo fátt eitt sé nefnt.

„Hugur okkar er hjá börnunum og fjölskyldum þeirra sem lentu í fellibylnum. Fjölmörg börn munu verja hátíðunum í ár svöng, köld, án þaks yfir höfuðið og í áfalli. UNICEF vinnur að því að koma til móts við brýnustu þarfir þessa fólks ásamt stjórnvöldum og samstarfsaðilum á svæðinu,“ segir Oyunsaikhan Dendevonorov, fulltrúi UNICEF á Filippseyjum.

Fleiri
fréttir

20. desember 2024

Opnunartími skrifstofu um hátíðarnar
Lesa meira

19. desember 2024

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára 
Lesa meira

18. desember 2024

UNICEF: Börn í Sýrlandi þurfa frið
Lesa meira
Fara í fréttasafn