27. október 2020

UNICEF kallar eftir teikningum frá börnum og ungmennum

Í tilefni af alþjóðadegi barnakallar UNICEF á Íslandi eftir teikningum frá börnum og ungmennum yngri en 24 ára þar sem viðfangsefnið er að ímynda ykkur þann heim sem þið viljið byggja fyrir börn eftir COVID-19

Ert þú skapandi ungmenni? Í tilefni af alþjóðadegi barna, sem er 20. nóvember, kallar UNICEF á Íslandi eftir teikningum frá börnum og ungmennum yngri en 24 ára þar sem viðfangsefnið er að ímynda ykkur þann heim sem þið viljið byggja fyrir börn eftir COVID-19 ef þið fengjuð að ráða. Efni myndanna er frjálst en sem dæmi um viðfangsefni gæti verið:

  • Ímyndaðu þér grænni og sjálfbærari heim
  • Ímyndaðu þér framtíð menntunar
  • Ímyndaðu þér framtíð án mismununar
  • Ímyndaðu þér framtíð þar sem öllum börnum líður vel

UNICEF alþjóðlega mun birta valdar myndir frá börnum um allan heim undir myllumerkinu #voicesofyouth dagana fyrir 20. nóvember. UNICEF á Íslandi mun safna saman öllum myndum sem berast hér á landi og birta á samfélagsmiðlum samtakanna og til stendur að setja upp stafræna sýningu á völdum myndum sem opnar á alþjóðadegi barna.

Við biðjum alla sem hafa áhuga á að taka þátt að senda sína mynd með örstuttri útskýringu á steinunn@unicef.is eða í bréfpósti á skrifstofu UNICEF á Íslandi, Laugavegi 77, 101 Reykjavík. Myndirnar þurfa að berast fyrir 15. nóvember.

Fleiri
fréttir

20. desember 2024

Opnunartími skrifstofu um hátíðarnar
Lesa meira

19. desember 2024

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára 
Lesa meira

18. desember 2024

UNICEF: Börn í Sýrlandi þurfa frið
Lesa meira
Fara í fréttasafn