09. maí 2022

UNICEF fordæmir enn eina árás á skóla í Úkraínu

„Skólar eiga aldrei, undir nokkrum kringumstæðum, að vera skotmörk í stríðsrekstri.“

„UNICEF fordæmir harðlega enn eina árás á skóla í Úkraínu sem ljóst var að almennir borgarar, þar á meðal börn, höfðu leitað skjóls í,“ segir Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu. Greint var frá því um helgina að minnst 60 sé saknað eftir loftárásir rússneska hersins á skólabyggingu í Luhansk í Úkraínu. Óttast er um afdrif þeirra sem þar héldu til.

„Við vitum ekki enn hversu mörg börn kunna að hafa látið lífið eða særst í árásinni, en við óttumst hið versta. Að árásin hafi fjölgað enn í hópi þeirra hundruð barna sem látið hafa lífið í þessu stríði. Fjölskyldur sem urðu fyrir árásinni hefðu undir eðlilegum kringumstæðum átt að vera að halda upp á Mæðradaginn, ekki að syrgja ástvini sína,“ segir Russell.

„Skólar eiga aldrei, undir nokkrum kringumstæðum, að vera skotmörk í stríðsrekstri. Að beina árásum að almennum borgurum og stofnunum þeirra er gróft brot á alþjóðlegum mannúðarlögum. Þessi síðasta árás er aðeins eitt af fjölmörgum dæmum sem við höfum þegar séð í þessu stríði þar sem líf og réttindi almennra borgara eru virt að vettugi.“

 

Svona styrkir þú UNICEF

Ef þú vilt leggja þitt af mörkum til að tryggja áframhald á þessu mikilvæga starfi UNICEF vegna stríðsins í Úkraínu, STYRKTU ÞÁ NEYÐARSÖFNUN UNICEF Á ÍSLANDI.

Sendu SMS-ið UNICEF í númerið 1900 til að styrkja um 1.900 kr.
Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: 701-26-102060 kt. 481203-2950.
Þá tökum við sömuleiðis við AUR greiðslum í númerið 123-789-6262 eða með því að skrifa @unicef.

Fleiri
fréttir

20. janúar 2025

Aðgerðaráætlun UNICEF í fyrsta fasa vopnahlés á Gaza
Lesa meira

16. janúar 2025

UNICEF flytur hjálpargögn á hamfarasvæði í Tíbet
Lesa meira

15. janúar 2025

UNICEF fagnar löngu tímabæru vopnahléi á Gaza
Lesa meira
Fara í fréttasafn