29. ágúst 2022

UNICEF fordæmir loftárás á leikskóla í Eþíópíu

Lenti á leikskólasvæði í Mekelle með skelfilegum afleiðingum.

Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.

 

„UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, fordæmir harðlega loftárás sem gerð var í Mekelle, höfuðborg Tigray-héraðs í Eþíópíu,“ segir Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF, í yfirlýsingu vegna voðaverksins um helgina.

Árásin lenti á leikskólasvæði með þeim afleiðingum að börn létu lífið og fjölmörg særðust.  

„UNICEF krefst þess að gert verði tafarlaust vopnahlé í átökunum sem stigmagnast hafa í norðurhluta Eþíópíu undanfarið og börn bera þungan af ofbeldisverkunum. Í nær tvö ár hafa börn og fjölskyldur þeirra mátt búa við þjáningar þessara átaka. Þeim verður að ljúka, strax,“ segir Russell að lokum.

Fleiri
fréttir

21. febrúar 2025

Þrjú ár af stríði í Úkraínu: Eitt af hverjum fimm börnum misst ættingja eða vin
Lesa meira

20. febrúar 2025

Bólusetning barna á Gaza heldur áfram
Lesa meira

17. febrúar 2025

Skólaganga hundruð þúsunda barna í hættu
Lesa meira
Fara í fréttasafn