25. nóvember 2021

UNICEF fordæmir hrottalega árás á flóttamannabúðir í Kongó

Að minnsta kosti 14 börn létu lífið þegar vopnaðir skæruliðar réðust á búðir flóttamanna í Ituri-héraði í norðausturhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó um síðustu helgi.

Börn og fullorðnir þurfa að ferðast í allt að 10 tíma til að komast að næstu uppsprettu vatns sem má finna í Qacha Chalu í miðri Eþíópíu. Vatnið er bæði heitt og salt en þetta er það eina sem er í boði fyrir bæði dýr og menn.

25. nóvember 2021 Að minnsta kosti 14 börn létu lífið þegar vopnaðir skæruliðar réðust á búðir flóttamanna í Ituri-héraði í norðausturhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó um síðustu helgi. Alls létust 26 í árásinni. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, fordæmir voðaverkin.

Hátt í sextíu börn urðu viðskila við fjölskyldur sínar í árásinni sem átti sér stað á sunnudagskvöld í þorpinu Drodro. Ítrekaðar árásir uppreisnarmanna á saklausa borgara undanfarið hafa kostað marga lífið. Tugþúsundir hafa neyðst til að fara á vergang á nýjan leik vegna árásanna.

„Árásin á sunnudag var enn eitt dæmið um hrottalegar árásir á börn og fjölskyldur þeirra í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó,“ segir Edouard Beigbeder, fulltrúi UNICEF í landinu. „Forgangsverkefni okkar er að tryggja að börnin sem urðu fyrir þessu fái þann stuðning og tafarlausa hjálp. Við verðum síðan að veita samfélögum sem verða fyrir hryðjuverkum sem þessum langtímaaðstoð.“

Áætlað er að þrjár milljónir barna hafi neyðst til að flýja heimili sín í austurhluta Kongó og fjölmörg verið myrt, slasast eða orðið viðskila við fjölskyldur sínar í skálmöldinni þar í landi. Heilu samfélögin hafa neyðst til að flýja undan vopnuðum árásum skæruliða sem svífast einskis í glæpum sínum og mannréttindabrotum sem telja morð, nauðganir, limlestingar og brottnám kvenna og stúlkna.

UNICEF, í gegnum s.k. Rapid Response Programme sitt, hefur unnið að því með samstarfsaðilum að dreifa nauðsynjum til fjölskyldna á svæðinu. Annað mikilvægt verkefni nú er að sameina fjölskyldur sem orðið hafa viðskila og endurheimta börn sem neydd hafa verið til að taka upp vopna í hópi vígamanna.

Fleiri
fréttir

20. desember 2024

Opnunartími skrifstofu um hátíðarnar
Lesa meira

19. desember 2024

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára 
Lesa meira

18. desember 2024

UNICEF: Börn í Sýrlandi þurfa frið
Lesa meira
Fara í fréttasafn