30. september 2021

UNICEF kemur 32 tonnum af hjálpargögnum til Afganistan

Fyrsta flutningavélin um ECHO-loftbrú Evrópusambandsins með hjálpargögnum frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, lenti í Kabúl í gær.

30. september 2021 Fyrsta flutningavélin um ECHO-loftbrú Evrópusambandsins með hjálpargögn frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, lenti í Kabúl í gær. Sendingin inniheldur 32 tonn af nauðsynlegum lyfjum og hjálpargögnum af ýmsu tagi sem og birgðum fyrir læknis- og skurðlækningaþjónustu sem áætlað er að mæti þörfum 100 þúsund barna og kvenna næstu þrjá mánuðina.

ECHO stendur fyrir European Civil Protection and Humanitarian Aid Operations og gerði loftbrúin UNICEF kleift að koma til móts við gríðarlegan skort á birgðum og lyfjum sem heilbrigðisstofnanir í Afganistan standa nú frammi fyrir.

„Þessi hjálpargögn koma á mikilvægum tíma fyrir börn og mæður þeirra í Afganistan sem standa frammi fyrir krísu í heilbrigði- og næringarmálum,“ segir Herve Ludovic De Lys, fulltrúi UNICEF í Afganistan. „Við þökkum Evrópusambandinu fyrir stuðninginn til að tryggja að börn og aðstandendur geti fengið þá grunnheilbrigðisþjónustu sem þau þurfa svo mjög á að halda.“

Flugferðin í gær var önnur tveggja ferða sem fyrirhugaðar eru til Kabúl í gegnum ECHO-loftbrúnna á næstu dögum.

UNICEF á Íslandi hefur staðið fyrir neyðarsöfnun fyrir börnin í Afganistan undanfarnar vikur. Þú getur lagt þitt af mörkum hér.

Fleiri
fréttir

20. desember 2024

Opnunartími skrifstofu um hátíðarnar
Lesa meira

19. desember 2024

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára 
Lesa meira

18. desember 2024

UNICEF: Börn í Sýrlandi þurfa frið
Lesa meira
Fara í fréttasafn