„UNICEF tekur yfirlýsingum dagsins um vopnahlé milli stríðandi fylkinga á Gaza ströndinni fagnandi. Þetta var löngu tímabært fyrir börn og fjölskyldur á Gaza sem hafa mátt þola meira en ár af linnulausum árásum og skorti sem og fyrir gíslana í Gaza og fjölskyldur þeirra í Ísrael sem hafa þjáðst mikið,“ segir Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF í yfirlýsingu vegna tilkynningar um að samkomulag hafi í dag náðst um vopnahlé á Gaza.
„Þetta stríð hefur tekið hrollvekjandi toll á börnum Gaza, minnst 14.500 börn eru látin, þúsundir særð, 17 þúsund börn fylgdarlaus og viðskila við fjölskyldur sínar og nærri ein milljón þurft að flýja heimili sín.“
„Umfang þeirrar mannúðaraðstoðar sem þarf á svæðinu er gríðarlegt og UNICEF og samstarfsaðilar okkar erum tilbúin að skala upp allar okkar viðbragðsaðgerðir. Þetta vopnahlé verður, loksins, að gera mannúðarstofnunum kleift að bregðast við þeirri gífurlegu þörf fyrir neyðaraðstoð sem er á svæðinu með öruggum hætti. Þar með talið óhindrað aðgengi að börnum og fjölskyldum með mat og nauðsynjar, heilbrigðisþjónustu, sálræna aðstoð, hreint vatn, hreinlætisþjónustu, menntun og fjárhagsaðstoð sem enduropnun fyrir flutningabíla.“
„Þar sem öll grunnþjónusta á Gaza-ströndina er í molum verðum við að grípa tafarlaust til aðgerða til að bjarga lífum og hjálpa börnum að ná sér,“ segir Russell.
„Það er nauðsynlegt að aðilar virði þetta vopnahlé að fullu og leyfi nauðsynlegri aðstoð að berast inn á Gaza og að öryggi sé tryggt í hvívetna. Þetta mun tryggja að UNICEF getur aukið skimun og meðhöndlun barna vegna vannæringar, bólusett 420 þúsund börn undir fimm ára aldri og hindra útbreiðslu sjúkdóma á borð við mænusótt, mislinga og kóleru.“
„UNICEF leggur loks mikla áherslu á og hvetur alla aðila að ná pólitískri lausn til frambúðar sem forgangsraðar réttindum og velferð í þágu þessarar og næstu kynslóða barna.“
„Stríðið á Gaza hefur þegar kostað börn svo mikið. Við verðum að vinna saman núna strax til að tryggja betri framtíð fyrir öll börn.“