05. ágúst 2022

UNICEF fagnar áframhaldandi vopnahléi í Jemen en börn enn í hættu

Yfir 113 börn látið lífið eða særst síðan vopnahléi var lýst yfir í apríl

Þessi börn í Marib í Jemen eru stödd á barnvænu svæði UNICEF fyrir börn á flótta. Þar fá þau að vera börn, leika sér og fá tækifæri til menntunar eftir áralöng átök í landinu. Mynd/UNICEF

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, fagnar því að samkomulag hafi náðst um áframhaldandi vopnahlé milli stríðandi fylkinga í Jemen. Sameinuðu þjóðirnar hafa tilkynnt að samkomulag hafi náðst um að framlengja vopnahléi frá því í apríl síðastliðnum um tvo mánuð til viðbótar. UNICEF kallar þó eftir auknum aðgerðum til að vernda börn þar sem ljóst sé að þau eru enn í skotlínu átakanna.

Philippe Duamelle, fulltrúi UNICEF í Jemen, segir jákvætt að vopnahléið í apríl hafi dregið verulega úr hörku átakanna sem og manntjóni.

„Hins vegar sýna staðfestar tölur Sameinuðu þjóðanna að síðan vopnahléi var lýst yfir í apríl síðastliðnum hafa 113 börn látið lífið eða særst alvarlega í átökum. Og sú tala er að líkindum mun hærri. Gera þarf meira til að vernda börnin í Jemen. UNICEF ítrekar ákall sitt til stríðandi fylkinga að virða vopnahlé að fullu og halda áfram að leita leiða til að koma á viðvarandi frið í landinu. Þeim ber einnig skylda til að vernda almenna borgara og beita öllum ráðum til að tryggja að jarðsprengjur og aðrar ósprungnar stríðsleifar séu hreinsaðar upp,“ segir Duamelle í tilkynningu frá UNICEF.

Fleiri
fréttir

20. desember 2024

Opnunartími skrifstofu um hátíðarnar
Lesa meira

19. desember 2024

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára 
Lesa meira

18. desember 2024

UNICEF: Börn í Sýrlandi þurfa frið
Lesa meira
Fara í fréttasafn