13. september 2024

UNICEF eykur viðbragð sitt við mpox-faraldri í Kongó

Viðbragðsáætlun setur börn undir 15 ára aldri í 12 héruðum í forgang – Mikilvægt að bólusetja til að hemja útbreiðslu

Hin sex mánaða gamla Merci er hér í fangi móður sinnar Furaha á mpox-einangrunar- og meðferðarstofu á Kavumu-sjúkrahúsinu í Suður-Kivu-héraði Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó. Furaha á níu börn og hafði verið á deildinni með öll sín börn í tvær vikur. /UNICEF/UNI639921/Mirindi Johnson

Mpox-tilfellum heldur áfram að fjölga í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur brugðist við með því að stórauka viðbúnað sinn með stuðningi við stjórnvöld til að vernda börn.

Börn undir 15 ára aldri eru um 60% þeirra sem smitast hafa af veirunni skæðu á þessu ári og 80% þeirra sem látið hafa lífið eru börn undir 15 ára aldri.

Frá upphafi árs til loka ágúst voru skráð 21 þúsund tilfelli þar sem grunur lék á smiti, 5 þúsund staðfest tilfelli og 700 dauðsföll vegna faraldursins.

Síðastliðna viku hefur UNICEF tekið á móti fyrstu sendingu með 215.000 skömmtum af mpox-bóluefninu og meira er á leiðinni. UNICEF vinnur einnig að undirbúningi, skipulagningu og dreifingu svo fátt eitt sé nefnt.

Í aðgerðaráætlun nú eru 12 af 26 héruðum Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó sett í forgang. UNICEF segir hins vegar ljóst að fjármagn skorti enn því það er aðeins útbreiðsla mpox sem er áhyggjuefni heldur þurfa 25 milljónir íbúa mannúðaraðstoð, þar af 15 milljónir barna. 7 milljónir einstaklinga hafa neyðst til að flýja heimili sín sem þýðir að í ríkinu er einnig ein versta flóttamannakrísa í heiminum.

Þegar þú ert Heimsforeldri UNICEF leggur þú þitt af mörkum svo Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna geti brugðist vel og skjótt við þegar neyðarástand skapast en styður einnig við starfsemi og verkefni UNICEF um allan heim í þágu réttinda og velferðar barna til lengri tíma.

Síðastliðin 20 ára hafa tugþúsundir Íslendinga valið að vera Heimsforeldrar UNICEF og styrkja þessa mikilvægu starfsemi með mánaðarlegu framlagi.

Skráðu þig í dag og leggðu þitt af mörkum til að gera heiminn að betri stað fyrir öll börn.


Fleiri
fréttir

20. janúar 2025

Aðgerðaráætlun UNICEF í fyrsta fasa vopnahlés á Gaza
Lesa meira

16. janúar 2025

UNICEF flytur hjálpargögn á hamfarasvæði í Tíbet
Lesa meira

15. janúar 2025

UNICEF fagnar löngu tímabæru vopnahléi á Gaza
Lesa meira
Fara í fréttasafn