28. febrúar 2025

UNICEF bregst við kólerufaraldri í Súdan sem ógnar lífi barna

Rúmlega 500 börn veikst af kóleru það sem af er þessu ári í Hvítu Níl-héraði Súdan – 2.700 tilfelli greinst og tugir látið lífið.

Skortur á hreinu vatni og hreinlætisþjónustu sem og yfirfullar flóttamannabúðir vegna stríðsátaka auka á smitsjúkdómahættuna. UNICEF/UNI731432/Nakibuuka

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, bregst nú við útbreiðslu kóleru í héraði Hvítu Nílar í Súdan þar sem 2.700 tilfelli hafa greinst á frá 1. janúar síðastliðnum. Þar af hafa 500 börn greinst og hafa nú alls 65 einstaklingar látið lífið, þar af 10 börn. UNICEF hefur nú í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld í Súdan og samstarfsaðila blásið til sóknar gegn frekari útbreiðslu sjúkdómsins í von um að verja börn í viðkvæmri stöðu.

Þú getur fjárfest í neyðarviðbragði UNICEF fyrir börn í Súdan með því að styrkja neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi hér.

Skortur á, sem og takmarkað aðgengi að, hreinu vatni sem og lægra hlutfall bólusetninga, fólksflótti vegna átaka og yfirfullar flóttamannabúðir hafa því miður skapað kjöraðstæður fyrir útbreiðslu sjúkdóma eins og kóleru.

Óhreint vatn þeirra eina val

Útbreiðsluna í Hvítu Níl-héraði má m.a. annars rekja til rafmagnsleysis eftir árás á orkuver þann 16. febrúar síðastliðinn sem varð til að raska verulega vatnsveitukerfi í Kosti og Rabak. Neyddust því fjölmargar fjölskyldur til að sækja sér óhreint vatn beint úr Hvítu Níl, annarri aðalkvísl Nílarfljóts.

Í héraði Hvítu Nílar eru sem stendur 650 þúsund íbúar Súdan á flótta auk 400 þúsund annarra flóttamanna. Fólksflutningar milli landamæra við Suður-Súdan auka enn á áskoranir við að hemja faraldurinn.

Kólera getur verið börnum banvæn innan nokkurra klukkutíma ef þau fá ekki nauðsynlega læknisaðstoð.

Ekkert barn óhult

„Ekkert barn er óhult í þessu hræðilega stríði meðan eyðilegging nauðsynlegra innviða heldur áfram,“ segir Sheldon Yett, fulltrúi UNICEF í Súdan. „Á meðan börn skortir hreint vatn, nauðsynlega hreinlætisþjónustu og fræðslu um hvernig koma má í veg fyrir smit mun þessi faraldur því miður halda áfram að geisa.“

Í Kosti áætlar UNICEF að 292 þúsund börn séu í áhættuhópi vegna kólerufaraldursins. UNICEF hefur verið að útvega eldsneyti og vatnshreinsiefni til að styðja við vatnsframleiðslu aðalvatnsveitu svæðisins og tryggja þar með hreint drykkjarvatn fyrir um 150 þúsund manns.

UNICEF á vettvangi að aðstoða

Á svæðunum þar sem faraldurinn geisar hafa UNICEF og samstarfsaðilar verið að afhenda hreint vatn og hreinlætisvörur auk þess að veita fræðslu í samfélögum í forvarnarskyni.

Í síðustu viku hófst sex daga bólusetningarherferð UNICEF, WHO og heilbrigðisyfirvalda í Súdan í Kosti og Rabak í Hvítu Níl gegn kóleru sem hafði það markmið að ná til milljón íbúa.

„Sjúkdómsfaraldur sem þessi getur heilbrigðiskerfinu, sem þegar var verulega veikburða og laskað, yfir þolmörkin. Á meðan við fjárfestum í að bregðast við neyðinni núna þá verður að fjárfesta til langtíma í að styrkja þá innviði sem eru börnum og fjölskyldum þeirra lífsnauðsynlegir,“ segir Yett.

Þú getur fjárfest í neyðarviðbragði UNICEF fyrir börn í Súdan með því að styrkja neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi hér.

Hringdu í 907-3015 til að gefa 3.000 krónur.

Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög er:

701-26-102020 Kennitala: 481203-2950.


Fleiri
fréttir

28. febrúar 2025

Stríðið í Líbanon hafði skaðleg áhrif á líðan, næringu og menntun barna
Lesa meira

28. febrúar 2025

UNICEF bregst við kólerufaraldri í Súdan sem ógnar lífi barna
Lesa meira

27. febrúar 2025

Alvarleg brot gegn börnum þrefaldast á einum mánuði í Kongó
Lesa meira
Fara í fréttasafn