29. apríl 2021

UNICEF bregst við Covid-krísunni á Indlandi og kallar eftir stuðning

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur kallað eftir aukinni neyðaraðstoð til þess að bregðast við hörmungunum sem nú blasa við á Indlandi, meðal annars til þess að geta útvegað súrefnisbirgðir, COVID-19 próf, hlífðarbúnað og önnur nauðsynleg hjálpargögn.

Eins og fram hefur komið í umfjöllun fjölmiðla er útbreiðsla kórónaveirunnar á Indlandi stjórnlaus um þessar mundir og hafa um 300 þúsund einstaklingar smitast á dag síðastliðna viku. Það jafngildir að nánast allir íbúar Íslands smitist af COVID-19 á hverjum einasta degi. Dauðsföll á hverjum sólarhring skipta þúsundum og spítalar eru löngu orðnir yfirfullir og geta ekki tekið við fleiri sjúklingum. Áhyggjuefni er einnig að börn og ungmenni eru að veikjast í meira mæli.

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur kallað eftir aukinni neyðaraðstoð til þess að bregðast við hörmungunum sem nú blasa við, meðal annars til þess að geta útvegað súrefnisbirgðir, COVID-19 próf, hlífðarbúnað og önnur nauðsynleg hjálpargögn. Neyðarsjóður UNICEF nýtist í að bregðast við þegar hættuástand skapast eins og á Indlandi, og hægt er að styðja með frjálsu framlagi hér.

Skelfilegar afleiðingar fyrir börn

Önnur bylgja faraldursins á Indlandi hófst í febrúar og er mun skæðari en sú fyrri. UNICEF og önnur hjálparsamtök eru í kapphlaupi við tímann þar sem spítalar eru yfirfullir og súrefni og nauðsynlegar lækningavörur að klárast. Afleiðingar faraldursins eru skelfilegar fyrir börn í landinu sem hafa misst foreldra og fjölskyldumeðlimi og komast ekki undir læknishendur ef þau veikjast. Óttast er að á Indlandi verði flest dauðsföll barna undir fimm ára vegna raskana á heilbrigðisþjónustu í landinu ef ekki er brugðist við.

Starfsfólk UNICEF á 14 svæðisskrifstofum víðs vegar á Indlandi vinnur að því að bregðast við ástandinu og áhrifum þess á börn. Í forgangi er að:

  • Útvega og koma upp búnaði til súrefnisframleiðslu á spítölum til þess að meðhöndla mjög alvarleg tilfelli;
  • Útvega nákvæmar skimunarvélar á svæðum sem hafa farið hvað verst úti í útbreiðslu;
  • Styðja við og vernda samfélög og framlínustarfsfólk til þess að hægt sé að koma í veg fyrir alvarlega röskun á nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu fyrir börn;
  • Styðja við áframhaldandi dreifingu á bóluefnum gegn COVID-19 í gegnum COVAX-samstarfið.

Brýnna aðgerða er þörf á Indlandi og kallar UNICEF því eftir auknum stuðningi til þess að útvega og koma þessum lífsnauðsynlega búnaði og hjálpargögnum til skila.

Hægt er að styðja neyðarsjóð UNICEF með frjálsu framlagi hér.

Fleiri
fréttir

20. janúar 2025

Aðgerðaráætlun UNICEF í fyrsta fasa vopnahlés á Gaza
Lesa meira

16. janúar 2025

UNICEF flytur hjálpargögn á hamfarasvæði í Tíbet
Lesa meira

15. janúar 2025

UNICEF fagnar löngu tímabæru vopnahléi á Gaza
Lesa meira
Fara í fréttasafn