29. september 2020

UNICEF á Íslandi auglýsir lausa stöðu: Teymisstjóri innanlandsverkefna

UNICEF á Íslandi auglýsir stöðu teymisstjóra innanlandsverkefna lausa til umsóknar. Við leitum að leiðtoga sem brennur fyrir mannréttindum barna, er óhrædd/ur við að taka slaginn fyrir þeirra hönd og hefur bjartsýni, jákvæðni, skipulag og lausnir að leiðarljósi.

Teymisstjóri innanlandsverkefna UNICEF á Íslandi

UNICEF á Íslandi auglýsir stöðu teymisstjóra innanlandsverkefna lausa til umsóknar. Við leitum að leiðtoga sem brennur fyrir mannréttindum barna, er óhrædd/ur við að taka slaginn fyrir þeirra hönd og hefur bjartsýni, jákvæðni, skipulag og lausnir að leiðarljósi.

Ábyrgðir

  • Áætlanagerð fyrir innanlandsteymi og framfylgd áætlana.
  • Umsjón með verkefnum innanlandsteymis.
  • Hagsmunagæsla fyrir börn á Íslandi m.t.t. réttinda þeirra.
  • Fræðsla um réttindi barna fyrir börn og fagstéttir er koma að málefnum barna.
  • Mannauður innanlandsteymis.
  • Upplýsingagjöf, áætlanagerð og samskipti við UNICEF alþjóðlega er varðar innanlandsstarf UNICEF á Íslandi.

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Stjórnunarreynsla
  • Reynsla af áætlanagerð og verkefnastjórnun
  • Þekking á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
  • Reynsla af hagsmunagæslu og/eða fræðslu um mannréttindi er kostur
  • Reynsla af þjálfun og kennslu er kostur
  • Mikil félags- og samskiptafærni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Gott vald á íslensku og ensku

Við hvetjum fólk af öllum kynjum til að sækja um. Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri í síma 552-6300, birna@unicef.is. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á unicef@unicef.is merkt til og með 8. október.

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum.

Við berjumst fyrir réttindum allra barna og sinnum bæði langtímauppbyggingu og neyðaraðstoð. Við erum á vettvangi í yfir 190 löndum og höfum að leiðarljósi að börn njóti velferðar – hvar sem þau er að finna.

Fleiri
fréttir

20. desember 2024

Opnunartími skrifstofu um hátíðarnar
Lesa meira

19. desember 2024

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára 
Lesa meira

18. desember 2024

UNICEF: Börn í Sýrlandi þurfa frið
Lesa meira
Fara í fréttasafn