29. september 2020

UNICEF á Íslandi auglýsir lausa stöðu: Teymisstjóri innanlandsverkefna

UNICEF á Íslandi auglýsir stöðu teymisstjóra innanlandsverkefna lausa til umsóknar. Við leitum að leiðtoga sem brennur fyrir mannréttindum barna, er óhrædd/ur við að taka slaginn fyrir þeirra hönd og hefur bjartsýni, jákvæðni, skipulag og lausnir að leiðarljósi.

Teymisstjóri innanlandsverkefna UNICEF á Íslandi

UNICEF á Íslandi auglýsir stöðu teymisstjóra innanlandsverkefna lausa til umsóknar. Við leitum að leiðtoga sem brennur fyrir mannréttindum barna, er óhrædd/ur við að taka slaginn fyrir þeirra hönd og hefur bjartsýni, jákvæðni, skipulag og lausnir að leiðarljósi.

Ábyrgðir

  • Áætlanagerð fyrir innanlandsteymi og framfylgd áætlana.
  • Umsjón með verkefnum innanlandsteymis.
  • Hagsmunagæsla fyrir börn á Íslandi m.t.t. réttinda þeirra.
  • Fræðsla um réttindi barna fyrir börn og fagstéttir er koma að málefnum barna.
  • Mannauður innanlandsteymis.
  • Upplýsingagjöf, áætlanagerð og samskipti við UNICEF alþjóðlega er varðar innanlandsstarf UNICEF á Íslandi.

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Stjórnunarreynsla
  • Reynsla af áætlanagerð og verkefnastjórnun
  • Þekking á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
  • Reynsla af hagsmunagæslu og/eða fræðslu um mannréttindi er kostur
  • Reynsla af þjálfun og kennslu er kostur
  • Mikil félags- og samskiptafærni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Gott vald á íslensku og ensku

Við hvetjum fólk af öllum kynjum til að sækja um. Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri í síma 552-6300, birna@unicef.is. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á unicef@unicef.is merkt til og með 8. október.

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum.

Við berjumst fyrir réttindum allra barna og sinnum bæði langtímauppbyggingu og neyðaraðstoð. Við erum á vettvangi í yfir 190 löndum og höfum að leiðarljósi að börn njóti velferðar – hvar sem þau er að finna.

Fleiri
fréttir

03. febrúar 2025

Reykjanesbær fékk viðurkenningu sem Barnvænt sveitarfélag
Lesa meira

27. janúar 2025

Svona er UNICEF að stórauka dreifingu hjálpargagna og þjónustu við börn á Gaza
Lesa meira

23. janúar 2025

Loftslagskrísan raskaði námi 242 milljóna nemenda í fyrra
Lesa meira
Fara í fréttasafn