20. nóvember 2024

Ungmenni fá orðið á Alþjóðadegi barna: „Kæra fullorðna fólk– Hlustið á okkur“

Ungmennaráð UNICEF á Íslandi sendir fullorðna fólkinu skýr skilaboð

Í tilefni Alþjóðadags barna sem markar 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna fá börn og ungmenni um allan heim orðið og láta rödd sína og skoðanir heyrast. Ungmennaráð UNICEF á Íslandi hefur í tilefni dagsins útbúið myndband með kraftmiklum skilaboðum til fullorðinna hér á landi og ráðamanna um allan heim.

Þetta er dagurinn þar sem við fögnum og minnum á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og þau lögfestu réttindi sem þessi útbreiddasti mannréttindasáttmáli heims tryggir öllum börnum. Barnasáttmálinn var lögfestur á Alþingi Íslendinga þann 20. febrúar 2013.

Hægt er að horfa á myndband Ungmennaráðs UNICEF á Íslandi í spilaranum hér fyrir ofan.

Fleiri
fréttir

28. mars 2025

Heimsbyggðin geti ekki hunsað „helvíti á jörðu“ í Súdan
Lesa meira

27. mars 2025

Niðurskurður bitnar á lífsnauðsynlegri næringarþjónustu fjórtán milljóna barna
Lesa meira

25. mars 2025

Sameinuðu þjóðirnar: Áratuga framfarir í baráttunni gegn barnadauða í hættu
Lesa meira
Fara í fréttasafn