29. janúar 2024

Ungmennráðið á ráðstefnu BUGL: „Hvað er barni fyrir bestu?“

Brynjar Bragi Einarsson, formaður Ungmennaráðs UNICEF á Íslandi, flytur erindi sitt á ráðstefnu BUGL.

Fulltrúar Ungmennaráðs UNICEF á Íslandi tóku þátt í ráðstefnu Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL) sem fram fór í Salnum í Kópavogi síðastliðinn föstudag. Um er að ræða árlegan viðburð sem hefur það að markmiði að efla samvinnu milli aðila í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu sem sinna þjónustu við börn og unglinga með geðraskanir. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár var Hvað er barni fyrir bestu? og var sjónum beint sérstaklega að þjónustu við trans börn og ungmenni.

Á ráðstefnunni flutti Brynjar Bragi Einarsson, formaður Ungmennaráðs UNICEF á Íslandi, erindi þar sem hann talaði um réttindi barna út frá Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Vísaði Brynjar Bragi sérstaklega í 2.gr. (Öll börn eru jöfn) 6.gr. (Réttur til lífs og þroska) og 3.gr. (Það sem er barninu fyrir bestu).

Snæ Humadóttir, fulltrúi Ungmennaráðs UNICEF á Íslandi, fór svo í fyrirspurnir á sviði ásamt öðrum fyrirlesurum og sérfræðingum og svaraði spurningum úr sal varðandi vinnu Ungmennaráðsins. Þar talaði hún m.a. um hvernig Ungmennaráðið ynni að réttindum barna með fræðslu, greinarskrifum og með því að veita stjórnvöldum aðhald varðandi hin ýmsu málefni.

Fleiri
fréttir

20. desember 2024

Opnunartími skrifstofu um hátíðarnar
Lesa meira

19. desember 2024

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára 
Lesa meira

18. desember 2024

UNICEF: Börn í Sýrlandi þurfa frið
Lesa meira
Fara í fréttasafn