20. ágúst 2020

Prjónasnillingar seldu handverk sitt í sumar og færðu UNICEF veglegan styrk

UNICEF á Íslandi berast reglulega góðar gjafir frá framtakssömum ungmennum sem vilja láta gott af sér leiða. Vinkonurnar Þórey María Kolbeins og Þorgerður Erla Ögmundsdóttir, 12 ára, voru þar engin undantekning

20. ágúst 2020

UNICEF á Íslandi berast reglulega góðar gjafir frá framtakssömum ungmennum sem vilja láta gott af sér leiða. Vinkonurnar Þórey María Kolbeins og Þorgerður Erla Ögmundsdóttir, 12 ára, voru þar engin undantekning og komu færandi hendi á skrifstofu okkar í dag með glæsilegan afrakstur söfnunar sinnar fyrir UNICEF.

Vinkonurnar eru miklar prjónakonur, sem og ungir frumkvöðlar, því þær stofnuðu prjónafyrirtækið Maríuerla utan um verkefnið og hafa verið að selja prjónavörur á vefsíðu sinni í sumar. 80% ágóðans af sölunni í sumar höfðu þær ákveðið að myndi renna til UNICEF, en afgangurinn í efniskostnað.

Afraksturinn var sannarlega glæsilegur. 70 þúsund krónur sem þær færðu UNICEF á Íslandi og mun renna í neyðarsjóð UNICEF.

Eins og sjá má á vefsíðu Maríuerlu þá bjóða þær upp á húfur, eyrnabönd, ungbarnasokka og borðtuskur. Svo sannarlega glæsilegt framtak hjá þessum flottu stúlkum sem eiga klára framtíðina fyrir sér.

UNICEF á Íslandi þakkar prjónafrumkvöðlunum Þóreyju og Þorgerði hjartanlega vel fyrir.

Fleiri
fréttir

20. desember 2024

Opnunartími skrifstofu um hátíðarnar
Lesa meira

19. desember 2024

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára 
Lesa meira

18. desember 2024

UNICEF: Börn í Sýrlandi þurfa frið
Lesa meira
Fara í fréttasafn