04. desember 2024

Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF 

Sandra Barilli og Fannar Sveinsson fá tískuráð, grínkennsla og kíkja í heimsókn til forseta Íslands í söfnunarþætti UNICEF 

„Við erum afskaplega spennt að leggja þessu verðuga málefni lið þar sem markmiðið er auðvitað að safna Heimsforeldrum til að styðja við börn í neyð um allan heim,“ segir Sandra Barilli sem ásamt Fannari Sveinssyni verða grínstjórar og kynnar í símaveri Vodafone í söfnunarþætti UNICEF „Búðu til pláss“ á föstudaginn. Þátturinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV, Stöð 2 og Sjónvarpi Símans þann 6. desember næstkomandi og hefst klukkan 19:40. 

Þau lofa góðri skemmtun fyrir alla fjölskylduna í þessum sögulega sjónvarpsviðburði og við fengum að skyggnast bakvið tjöldin hjá Söndru og Fannari í síðustu viku þar sem þau fóru víða og heimsóttu meðal annarra Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, Gulla byggir, Draumahallartvíeykið Steinda Jr. og Sögu Garðarsdóttur til að fá góð ráð fyrir grínið og fengu tískuráð frá söngkonunni Bríeti.  

„Við lofum frábæru sjónvarpskvöldi fyrir alla fjölskylduna þar sem okkur hlutverk verður að slá á létta strengi og skemmta áhorfendum, enda vitum við að þarna verður margt í boði sem lætur engan ósnortinn,“ segir Sandra.  

Búðu til pláss í hjartanu þínu og skráðu þig sem Heimsforeldri UNICEF í dag.  

Kynnar kvöldsins í Búðu til pláss. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, Fannar Sveinsson, Sandra Barilli og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Mynd/Baldur Kristjánsson
Fleiri
fréttir

20. janúar 2025

Aðgerðaráætlun UNICEF í fyrsta fasa vopnahlés á Gaza
Lesa meira

16. janúar 2025

UNICEF flytur hjálpargögn á hamfarasvæði í Tíbet
Lesa meira

15. janúar 2025

UNICEF fagnar löngu tímabæru vopnahléi á Gaza
Lesa meira
Fara í fréttasafn