19. apríl 2024

Þrjú börn létust í árásum í Úkraínu

Árásir gerðar í Dnipro-héraði

Að minnsta kosti þrjú börn á aldrinum 6, 8 og 14 ára létu lífið í árásum í Dnipro-héraði Úkraínu í dag. Frá þessu greinir Regina De Dominicis, svæðisstjóri UNICEF í Evrópu og Mið-Asíu í dag.

„Börn voru einnig í skotlínunni í árás á Chernihiv fyrr í vikunni þar sem sjúkrahús og menntastofnanir skemmdust. Árásarþunginn er að aukast víðs vegar um landið og börnin gjalda fyrir það. Börn eru hvergi óhult. Heimili þeirra, skólar og sjúkrahús sem eru þeim nauðsynleg hafa verið skemmd eða eyðilögð,“ segir Regina.

1.957 börn hafa nú verið drepin síðan innrás Rússa hófst fyrir tveimur árum.

„UNICEF starfar á vettvangi víðs vegar um Úkraínu, þar á meðal í framlínunni til að bregðast við neyð barna og fjölskyldna. Þeim færum við nauðsynleg hjálpargögn, þjónustu og stuðning.“

„Verja þarf nauðsynlega innviði sem börn og fjölskyldur reiða sig á. En ofar öllu þurfa börn Úkraínu frið.“

Smelltu hér til að gerast Heimsforeldri og styðja verkefni UNICEF í þágu réttinda barna um allan heim.

Fleiri
fréttir

20. janúar 2025

Aðgerðaráætlun UNICEF í fyrsta fasa vopnahlés á Gaza
Lesa meira

16. janúar 2025

UNICEF flytur hjálpargögn á hamfarasvæði í Tíbet
Lesa meira

15. janúar 2025

UNICEF fagnar löngu tímabæru vopnahléi á Gaza
Lesa meira
Fara í fréttasafn