11. apríl 2024

Þrjár ungar stúlkur létu lífið undan ströndum Grikklands

Þær voru 5, 7 og 10 ára – Gera þarf meira til að vernda börn og fjölskyldur á flótta

„Þrjár stúlkur á aldrinum 5, 7 og 10 ára létu lífið undan ströndum Chios í Grikklandi í vikunni. Enn einn harmleikurinn tengdur skipskaða. Tvær þeirra voru systur. Við vottum fjölskyldum þessara stúlkna okkar dýpstu samúð,“ segir Regina De Dominicis, svæðisstjóri UNICEF í Evrópu og Mið-Asíu og sérstakur samhæfingarstjóri málefna flóttafólks og innflytjenda í Evrópu.

„Þessi sorglegi atburður er sársaukafull áminning um að meira þarf að gera til að vernda börn og fjölskyldur sem í neyð sinni leggja á sig þessa hættuför yfir Miðjarðarhafið í leit að hæli, öryggi og friði í Evrópu.“

Helmingur þeirra barna sem koma til Evrópu í leit að öryggi og hæli hafa neyðst til að flýja heimaland sitt vegna átaka og stríðs. Barnæska þeirra hefur verið nógu erfið fyrir. Það er sameiginleg og lagaleg ábyrgð okkar allra að tryggja að þeirra hagsmunir séu tryggðir.

Í gær samþykkti Evrópuþingið nýja sameiginlega stefnu um innflytjendur og hælisleitendur þar sem herða á landamæraeftirlit.

„UNICEF brýnir fyrir aðildarríkjum að kjölfesta í framfylgd þessarar stefnu verði réttindi barna sem og evrópsk og alþjóðleg lög. Þetta felur m.a. í sér að tryggja sameiginlega leitar- og björgunaraðgerðir sem geta komið í veg fyrir váleg dauðsföll vegna skipskaða.“

Fleiri
fréttir

20. janúar 2025

Aðgerðaráætlun UNICEF í fyrsta fasa vopnahlés á Gaza
Lesa meira

16. janúar 2025

UNICEF flytur hjálpargögn á hamfarasvæði í Tíbet
Lesa meira

15. janúar 2025

UNICEF fagnar löngu tímabæru vopnahléi á Gaza
Lesa meira
Fara í fréttasafn