17. janúar 2005

Þökkum frábærar viðtökur

Landssöfnunin „Neyðarhjálp úr norðri" fékk frábærar viðtökur hjá landsmönnum og ljóst er að yfir 110 milljónir hafa safnast fyrir fórnarlömb hamfaranna við Indlandshaf einungis með þessari söfnun. Söfnunarþáttur í samsendri útsendingu Ríkissjónvarpsins, Stöðvar 2 og Skjás eins gekk mjög vel og sýndi hvernig samstaða og samstarf ólíkra aðila getur skipt sköpum í söfnun sem þessari.

Landssöfnunin „Neyðarhjálp úr norðri" fékk frábærar viðtökur hjá landsmönnum og ljóst er að yfir 110 milljónir hafa safnast fyrir fórnarlömb hamfaranna við Indlandshaf einungis með þessari söfnun. Söfnunarþáttur í samsendri útsendingu Ríkissjónvarpsins, Stöðvar 2 og Skjás eins gekk mjög vel og sýndi hvernig samstaða og samstarf ólíkra aðila getur skipt sköpum í söfnun sem þessari.
Margir skemmtilegir viðburðir áttu sér stað í sjónvarpssöfnuninni, til dæmis var haldið uppboð á ýmsum góðum munum, til dæmis hattinum hans Dúdda, áritaðri treyju Eiðs Smára, svanakjól Bjarkar úr áramótaskaupinu, árituðum gítar frá Bubba og teinóttum jakkafötum Björgólfs ásamt gullbindi sem fóru á sléttar 10 milljónir króna.

Gífurlega margir lögðu söfnunni lið, fyrirtæki, listamenn, fjölmiðlar og einstaklingar. Sjálfboðaliðar söfnuðu fé í Kringlunni, Smáralind og Glerártorgi Akureyri og börn lögðu söfnunni lið með tombólum og öðrum hugmyndaríkum aðferðum.

„Söfnunarfénu verður varið til neyðaraðstoðar og uppbyggingar á næstu árum sem fimm mannúðarsamtök hafa umsjón með; Barnaheill, Hjálparstarf kirkjunnar, Rauði kross Íslands, SOS barnaþorpin og UNICEF - Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna,” sagði Elín Þorsteinsdóttir verkefnisstjóri söfnunarinnar.

Eins og Vigdís Finnbogadóttir sagði í sjónvarpsútsendingunni á laugardaginn þá sýnir íslenska þjóðin á tímum hamfara að hún er klettur í hafinu og það var vissulega gert í landssöfnuninni „Neyðarhjálp úr norðri".

Fleiri
fréttir

20. janúar 2025

Aðgerðaráætlun UNICEF í fyrsta fasa vopnahlés á Gaza
Lesa meira

16. janúar 2025

UNICEF flytur hjálpargögn á hamfarasvæði í Tíbet
Lesa meira

15. janúar 2025

UNICEF fagnar löngu tímabæru vopnahléi á Gaza
Lesa meira
Fara í fréttasafn