31. ágúst 2021

Te & Kaffi og viðskiptavinir tryggja dreifingu á bóluefnum gegn COVID-19

„Það er ljóst að COVID-19 snertir okkur öll og það er gríðarlega mikilvægt að það sé hægt að bólusetja fólk sem fyrst um allan heim. Við vitum að framlag Te & Kaffi og okkar viðskiptavina skiptir máli og erum stolt af því,“ segir Guðmundur Halldórsson, framkæmdastjóri Te & Kaffi.

Te & Kaffi og viðskiptavinir þess hafa saman tryggt dreifingu á bóluefnum gegn COVID-19 til 2900 einstaklinga í efnaminni ríkjum heimsins í gegnum tveggja vikna söfnunarátak á kaffihúsum Te & Kaffi fyrr í sumar. Söfnunin stóð yfir í tvær vikur á kaffihúsum Te & Kaffi og var hluti af fjáröflunarátaki UNICEF á Íslandi, Komum því til skila, þar sem kallað er eftir stuðningi almennings, fyrirtækja og stjórnvalda til að tryggja að öll ríki heims fái bóluefni fyrir íbúa sína.

„Við hjá Te & Kaffi höfum verið í farsælu samstarfi við UNICEF á Íslandi allt frá árinu 2008 og tekið þátt í mikilvægum verkefnum saman á þeim tíma. Það er ljóst að COVID-19 snertir okkur öll og það er gríðarlega mikilvægt að það sé hægt að bólusetja fólk sem fyrst um allan heim. Við vitum að framlag Te & Kaffi og okkar viðskiptavina skiptir máli og erum stolt af því,“ segir Guðmundur Halldórsson, framkvæmdastjóri Te & Kaffi.

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, leiðir innkaup og dreifingu bóluefnanna til efnaminni ríkja heimsins fyrir hönd COVAX-samstarfsins. Til þessa hefur COVAX-samstarfið náð að dreifa yfir 218 milljónum skammta af bóluefnum til 138 landa.

„Til þess að stöðva útbreiðslu COVID-19 þarf að útrýma veirunni allsstaðar og tryggja að öll ríki heimsins hafi jafnan aðgang að bóluefnum. Þrátt fyrir gott gengi í bólusetningum hér á landi er þetta langt frá því að vera búið og enn á eftir að tryggja og dreifa bóluefnum til stærsta hluta heimsins. Við erum því Te & Kaffi og kaffiunnendum sem þangað sækja innilega þakklát fyrir að taka þátt í baráttunni við COVID-19 með þessum hætti - við erum öll í þessu saman,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.

Enn er hægt að styðja átak UNICEF á Íslandi með því að senda SMS-ið COVID í númerið 1900 eða gefa frjálst framlag hér.

Fleiri
fréttir

20. desember 2024

Opnunartími skrifstofu um hátíðarnar
Lesa meira

19. desember 2024

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára 
Lesa meira

18. desember 2024

UNICEF: Börn í Sýrlandi þurfa frið
Lesa meira
Fara í fréttasafn