04. apríl 2022

Takk fyrir Heimsins mikilvægasta kvöld

Við erum djúpt snortin yfir öllum þeim mikla velvilja og hlýhug sem við höfum upplifað í kringum þetta stóra verkefni.

Takk! Við hjá UNICEF á Íslandi viljum þakka öllum þeim sem unnu með okkur þrekvirki til að láta Heimsins mikilvægasta kvöld verða að veruleika. Öllum þeim ótalmörgu sjálfboðaliðum sem hjálpuðu, öllu því hæfileikafólki sem gaf vinnu sína, og öllum þeim sem lögðu okkur lið eða komu með einhverjum hætti, stórum sem smáum, að því að gera þetta að heimsins magnaðasta kvöldi.

UNICEF á Íslandi vill frá dýpstu hjartarótum þakka RÚV og starfsfólki þess fyrir samstarfið. Styrktaraðilunum verkefnisins Vodafone, LINDEX og Kviku banka. Utanríkisráðuneytinu fyrir að styrkja kynningar- og fræðslustarf vegna þáttarins. Auglýsingastofunni TVIST fyrir að vinna markaðsátak herferðarinnar og útlit þáttarins. Grínstjórunum okkar í Kanarí fyrir gleðina og Trickshot fyrir vinnslu á innslögum þáttarins. En síðast en ekki síst öllum þeim sem á horfðu og þeim mikla fjölda sem sá sér fært að leggja starfi UNICEF lið með því að skrá sig sem Heimsforeldri um helgina.

Við erum djúpt snortin yfir öllum þeim mikla velvilja og hlýhug sem við höfum upplifað í kringum þetta stóra verkefni. Við fáum aldrei þakkað ykkur öllum nógsamlega fyrir stuðninginn og aðstoðina. Takk, takk, takk.

Við minnum á að öll innslög, grínsketsar og tónlistaratriði þáttarins má nálgast á YouTube-síðu UNICEF á Íslandi þannig að þú getur horft aftur á þitt uppáhaldsefni frá kvöldinu góða. Og sömuleiðis minnum við á að þó þættinum sé lokið þá er alltaf hægt með einföldum hætti að skrá sig sem Heimsforeldri hér á vefsíðu okkar, unicef.is og hvetjum við öll sem tök hafa á að gera það til að halda áfram að styðja við starfsemi UNICEF um allan heim.

Fleiri
fréttir

20. janúar 2025

Aðgerðaráætlun UNICEF í fyrsta fasa vopnahlés á Gaza
Lesa meira

16. janúar 2025

UNICEF flytur hjálpargögn á hamfarasvæði í Tíbet
Lesa meira

15. janúar 2025

UNICEF fagnar löngu tímabæru vopnahléi á Gaza
Lesa meira
Fara í fréttasafn