22. desember 2022

Svarendur hjá EMC rannsóknum tryggðu 300 þúsund króna styrk til UNICEF

Markaðsrannsóknarfyrirtækið lætur pening renna til góðgerðarmála fyrir hvert svar í rannsóknum þess

Markaðsrannsóknarfyrirtækið EMC rannsóknir færði á dögunum UNICEF á Íslandi styrk upp á 300 þúsund krónur sem þakka má þátttakendum í rannsóknum fyrirtækisins á árinu.


Eftir hvert svar tekur fyrirtækið frá upphæð sem rennur til góðgerðarmála og var að þessu sinni ákveðið að styrkja UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Þegar upp var staðið nam fjárhæðin 300 þúsund krónum í ár. Sannarlega glæsilegt framtak.

UNICEF á Íslandi þakkar EMC rannsóknum og öllum þátttakendum í rannsóknum þeirra á árinu kærlega fyrir stuðninginn.

Fleiri
fréttir

28. mars 2025

Heimsbyggðin geti ekki hunsað „helvíti á jörðu“ í Súdan
Lesa meira

27. mars 2025

Niðurskurður bitnar á lífsnauðsynlegri næringarþjónustu fjórtán milljóna barna
Lesa meira

25. mars 2025

Sameinuðu þjóðirnar: Áratuga framfarir í baráttunni gegn barnadauða í hættu
Lesa meira
Fara í fréttasafn