26. maí 2017

Sturla Atlas hannar trúðanef

Dagur rauða nefsins nær hámarki í nokkurra klukkustunda beinni útsendingu á RÚV föstudaginn 9. júní.

26. maí 2017

Fyrsti skets dags rauða nefsins er nú kominn í loftið en þar leika strákarnir í Sturla Atlas leikstjóra auglýsingar fyrir rauða nefið hjá UNICEF og hönnuði nefsins. Sturla Atlas hefur síðustu misseri hannað ilmvötn, vatnsflöskur, flíspeysur og buff. Með þeim er Katrín Halldóra Sigurðardóttir sem hefur gert garðinn frægan sem Ellý Vilhjálms í Borgarleikhúsinu. Ýttu hér til að horfa á sketsinn.

Í sketsinum má meðal annars sjá Ragnar Kjartansson, Halldóru Geirharðsdóttur, Aron Can, Sveppa og Kristbjörgu Kjeld ásamt öllum helstu stjörnum Íslands pósa með rautt nef.

Saga Garðarsdóttir og Dóra Jóhannsdóttir eru grínstjórar dags rauða nefsins en um er að ræða langstærsta viðburð ársins hjá UNICEF á Íslandi. Hann nær hámarki í nokkurra klukkustunda beinni útsendingu á RÚV föstudaginn 9. júní. Í þættinum verða sýndir ótal sketsar sem Dóra og Saga ásamt fjölda listamanna eiga heiðurinn af en vel yfir 100 manns koma fram í þeim. Það er Tjarnargatan sem framleiðir grínefnið.

Með degi rauða nefsins vill UNICEF skemmta fólki og vekja um leið athygli á að heimsforeldrar og UNICEF berjast saman fyrir betri heimi fyrir öll börn. Grínistar, leikarar, tónlistarmenn og fjölmiðlafólk búa saman til ógleymanlegt kvöld og skora á áhorfendur að hjálpa börnum og gerast heimsforeldrar UNICEF.

Fleiri
fréttir

20. desember 2024

Opnunartími skrifstofu um hátíðarnar
Lesa meira

19. desember 2024

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára 
Lesa meira

18. desember 2024

UNICEF: Börn í Sýrlandi þurfa frið
Lesa meira
Fara í fréttasafn