Í gær, 19. janúar, fóru fjölmargir vöruflutningabílar fullir af vatni, hreinlætisvörum og næringu yfir landamærin inn á Gaza-ströndina eftir að vopnahlé komst á.
Í fyrsta fasa vopnahlés á Gaza mun UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, forgangsraða verkefnum í þágu barna á hinum ýmsu sviðum, þar á meðal mæðravernd, heilbrigðismálum barna og næringu. Þessi forgangsröðun er byggð á endurgjöf frá íbúum og þarfagreiningu síðustu mánaða.
Áhersla verður lögð á:
· Vinna upp bólusetningu nærri 320 þúsund barna undir fimm ára með áherslu á mislinga og mænusótt.
· Auka nýburaþjónustu og ummönnun til að bæta heilbrigðiþjónustu fyrir nýfædd börn og tilvísanakerfi fyrir lífsnauðsynleg inngrip.
· Veita 130 þúsund konum og börnum samþætta heilbrigðisþjónustupakka.
· Skima 320 þúsund börn í áhættuhópi vegna vannæringar og meðhöndla áætlað 20 þúsund vannærð börn í kjölfar þeirra skimana.
· Skima 50 þúsund óléttar konur og konur með barn á brjósti fyrir vannæringu og veita þeim nauðsynlega næringarþjónustu.
· Útvega nýburum og ungum börnum á aldrinum 0-24 mánaða fyrirbyggjandi næringarmeðferð og eftir atvikum beinan fjárhagslegan stuðning við fjölskyldur.
· Styðja við endurhæfingarþjónustu fyrir börn sem misst hafa útlim eða slasast alvarlega í árásum, þar á meðal stoðtækja og stuðningsvörur og umönnunareftirfylgni.
· Hreinlætisþjónusta og -fræðsla til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma.
Þú getur lagt þitt af mörkum fyrir börnin á Gaza með því að styrkja neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi.
🔹Hringdu í númerið 907-3014 til að styrkja um 3.000 kr.
🔹Sendu SMS-ið NEYD í númerið 1900 til að styrkja um 2.900 krónur (Síminn og Nova).
🔹Fleiri styrktarleiðir má finna hér á unicef.is