19. ágúst 2024

Stóraukin vannæring meðal barna í Jemen

Jókst um 34% meðal barna undir fimm ára aldri á landssvæðum stjórnvalda – Samráðshópur IPC lýsir þungum áhyggjum af stöðunni

Hin tveggja og hálfs árs gamla Aamina Fekri fær næringarríkt jarðhnetumauk í faðmi móður sinnar sem hluta af meðferð hennar við vannæringu. Mynd/UNICEF

Bráðavannæring barna undir fimm ára aldri jókst um 34% milli ára á landssvæðum á valdi stjórnvalda Jemen og er næringarástandið orðið sérstaklega alvarlegt á vesturströnd landsins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri tilkynningu frá samráðshópi IPC (e. Integrated Food Security Phase Classification) sem samanstendur af stofnunum Sameinuðu þjóðanna, frjálsum félagasamtökum og stjórnvöldum í Jemen.

Samkvæmt greiningu IPC glímdu rúmlega 600 þúsund börn undir fimm ára aldri við bráðavannæringu á tímabilinu og þar af voru 120 þúsund alvarlega vannærð. Þá bendir hópurinn á að það sem af er árinu 2024 hafi ríflega 220 þúsund óléttar konur og konur með barn á brjósti glímt við bráðavannæringu.

Ástæður þessarar miklu aukningar má meðal annars rekja til útbreiðslu sjúkdóma á borð við kóleru og mislinga, fæðuóöryggis, takmarkaðs aðgengis að öruggu drykkjarvatni og efnahagsþrenginga í landinu.

Íbúar Jemen hefur um árabil verið þjakað af langvarandi átökum og efnahagskreppu sem gera það að verkum að þar er eitt hæsta hlutfall vannæringar í heimi.

Fulltrúar IPC lýsa í tilkynningu með niðurstöðum úttektarinnar yfir miklum áhyggjum á ástandinu og afleiðingum þess á börn og íbúa Jemen. Pierre Honnorat, fulltrúi Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna í Jemen, segir að þær ættu að vekja heimsbyggðina til umhugsunar og aðgerða um að hér séu líf milljóna íbúa í húfi.

Kallað er tafarlausum og viðvarandi alþjóðlegum stuðningi til að takast á við rót vandans og styrkja innviði í landinu svo komast megi fyrir vandann nú þegar og til lengri tíma. Á sama tíma sé algjörlega nauðsynlegt að binda enda á nær áratugarlöng átök í ríkinu og koma á frið.

UNICEF á Íslandi hefur frá upphafi núverandi átaka í Jemen staðið fyrir neyðarsöfnun fyrir börn í landinu. UNICEF er á vettvangi í þrotlausir vinnu fyrir réttindi og velferð jemenskra barna. Þú getur lagt þitt af mörkum hér.

Fleiri
fréttir

20. janúar 2025

Aðgerðaráætlun UNICEF í fyrsta fasa vopnahlés á Gaza
Lesa meira

16. janúar 2025

UNICEF flytur hjálpargögn á hamfarasvæði í Tíbet
Lesa meira

15. janúar 2025

UNICEF fagnar löngu tímabæru vopnahléi á Gaza
Lesa meira
Fara í fréttasafn