12. maí 2021

Stöðva verður ofbeldi gegn börnum!

Staðfest er að að minnsta kosti níu börn voru drepin í loftárásum á Gaza í gær og fjölmörg slösuðust illa.

UNICEF fordæmir árásir á börn og óbreytta borgara í Palestínu. Staðfest er að að minnsta kosti níu börn voru drepin í loftárásum á Gaza í gær og fjölmörg slösuðust illa. Um helgina slösuðust 29 palestínsk börn, mörg mjög alvarlega, og átta börn voru handtekin í átökum í Jerúsalem. Að minnsta kosti þrír skólar hafa verið eyðilagðir, einn í Ísrael og tveir á Gaza.

Átök hafa mikil og langvarandi áhrif á börn og ofbeldi og óöryggi gagnvart börnum í Palestínu hefur staðið yfir allt of lengi. Binda þarf endi á ofbeldið og tryggja öryggi óbreyttra borgara, þá sérstaklega barna, og sleppa tafarlaust öllum börnum sem eru nú í haldi lögreglu. Öll börn eiga sama rétt!

Fleiri
fréttir

21. febrúar 2025

Þrjú ár af stríði í Úkraínu: Eitt af hverjum fimm börnum misst ættingja eða vin
Lesa meira

20. febrúar 2025

Bólusetning barna á Gaza heldur áfram
Lesa meira

17. febrúar 2025

Skólaganga hundruð þúsunda barna í hættu
Lesa meira
Fara í fréttasafn