21. mars 2022

Starfsfólk N1 styrkir UNICEF á Íslandi

N1 hefur styrkt neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi um tvær milljónir króna og mun fjárhæðin til dæmis nýtast í að útvega 30 þúsund úkraínskum börnum námsgögn til að tryggja það að þau fái áfram að njóta menntunar.

21. mars 2022 N1 hefur styrkt neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi um tvær milljónir króna og mun fjárhæðin til dæmis nýtast í að útvega 30 þúsund úkraínskum börnum námsgögn til að tryggja það að þau fái áfram að njóta menntunar. UNICEF vinnur nú hörðum höndum við að útvega hreint vatn, heilbrigðisþjónustu, skólagögn, menntun og félagslega sálfræðiþjónustu, sem og fjárhagsaðstoð í Úkraínu.

„Það hefur verið átakanlegt að fylgjast með þeim hörmungum sem dynja á úkraínsku þjóðinni þessa dagana og þeim áhrifum sem stríðið hefur á börn og fjölskyldur þeirra. Því var það vilji starfsfólks N1 að styrkja neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi á þann hátt á upphæðin renni óskert til málefna sem varða velferð barna í Úkraínu á krefjandi tímum. Það er samfélagsleg skylda okkar allra að leggja okkar af mörkum til þessa þarfa málefnis og styðja við þau góðgerðarsamtök sem stunda óeigingjarnt starf í eldlínunni á átakasvæðum,” segir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1.

„Neyðin í Úkraínu eykst dag frá degi og því skiptir máli að eiga góða bakhjarla sem veita starfinu dýrmætan stuðning. Við erum N1 og starfsfólki þess þakklát fyrir stuðning þeirra við réttindi barna í mikilli neyð,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.

Fleiri
fréttir

20. janúar 2025

Aðgerðaráætlun UNICEF í fyrsta fasa vopnahlés á Gaza
Lesa meira

16. janúar 2025

UNICEF flytur hjálpargögn á hamfarasvæði í Tíbet
Lesa meira

15. janúar 2025

UNICEF fagnar löngu tímabæru vopnahléi á Gaza
Lesa meira
Fara í fréttasafn