23. nóvember 2022

Starfsfólk Alvotech safnaði fyrir Pakistan

Gáfu 2,1 milljón króna til UNICEF

Birna og Stefán ásamt starfsfólki Alvotech; Zahida Parveen, Sulaman Nawaz, Ellu Siggu Guðlaugsdóttur, Tönya Zharov, Muhammad Taha og Ohtisham Ul Haq Shami.

Starfsfólk Alvotech frá Pakistan tók sig til og safnaði fé innan fyrirtækisins vegna hamfaraflóðanna sem urðu í heimalandinu fyrir rúmum tveimur mánuðum síðan. Alls söfnuðust um 2,1 milljón króna í til verkefna UNICEF í Pakistan með dyggri aðstoð Alvotech. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, og Stefán Örn Gíslason, verkefnastjóri fyrirtækjasamstarfs, heimsóttu Alvotech á dögunum til að taka á móti þessari mikilvægu gjöf.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Birnu og Stefán ásamt starfsfólki Alvotech; Zahida Parveen, Sulaman Nawaz, Ellu Siggu Guðlaugsdóttur, Tönya Zharov, Muhammad Taha og Ohtisham Ul Haq Shami við þetta tilefni.

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, áætlar að 33 milljónir íbúa Pakistan hafi orðið fyrir tjóni vegna hamfaraflóðanna sem lögðu undir sig stóran hluta landsins. Samkvæmt nýjustu greiningu UNICEF þurfa rúmlega 20 milljónir á mannúðaraðstoð að halda í landinu, þar af 9,6 milljónir barna.

í að tvær milljónir barna séu í dag án skóla eftir að flóðin skemmdu nærri 27 þúsund skólastofnanir í landinu. UNICEF hefur brugðist við og komið upp rúmlega 500 tímabundnum kennslurýmum á verst settu svæðunum og útvegað nemendum og kennurum stuðning og skólagögn. Eru þá ótalin verkefni stofnunarinnar á sviði húsaskjóls, næringar og heilbrigðisþjónustu í landinu.

Starfsfólk og stjórnendur fyrirtækjanna Alvotech og Alvogen hafa stutt dyggilega og rausnarlega við bakið á fjölmörgum verkefnum UNICEF síðustu ár og færir UNICEF á Íslandi þeim enn og aftur innilegar þakkir fyrir.

Fleiri
fréttir

20. janúar 2025

Aðgerðaráætlun UNICEF í fyrsta fasa vopnahlés á Gaza
Lesa meira

16. janúar 2025

UNICEF flytur hjálpargögn á hamfarasvæði í Tíbet
Lesa meira

15. janúar 2025

UNICEF fagnar löngu tímabæru vopnahléi á Gaza
Lesa meira
Fara í fréttasafn