06. september 2024

Sorglegur endir á fyrstu skólavikunni í Úkraínu

Yfirlýsing frá John Marks, fulltrúa UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Úkraínu

Skólabarn í Úkraínu. Mynd/UNICEF

„Þessi vika markaði upphafið að nýju skólaári hjá börnum í Úkraínu. Hin sjö ára gamla Emilía var ein þeirra. Eins sorglegt og það er, þá náði hún aldrei þriðja skóladeginum.

Emilía var drepin að morgni 4. september, ásamt eldri systrum sínum, Dariiu 18 ára og Yarynu 21 árs og móður þeirra, Yvheniu þegar árás á Lviv lagði fjölbýlishús þeirra í rúst. Þessi fjölskylda var á meðal fjölmargra sem létu lífið þarna, mörg af þeim voru börn.

Systurnar þrjár voru að hefja líf sitt. Eftir nám hafði Yaryna fundið sér starf hjá stofnuninni Lviv- European Youth Capital 2025, sem er samstarfsaðili UNICEF og vinnur að því að valdefla ungmenni með færninámskeiðum og þjálfun. Kollegar okkar segja hana hafa helgað sig því verkefni að tækla málefni er varða ungmenni og ungt fólki, þar má meðal að lifa við stríðsátök, og verið öðrum innblástur með eldmóði sínum.

„Þessi sorgarsaga endurspeglar raunveruleika barna og ungmenna um gjörvalla Úkraínu í dag þar sem árásir á fjölmenn íbúasvæði halda áfram.

Í þessari fyrstu viku skólaársins bárust fregnir af því að menntastofnanir í Dnipro, Kryvyi Rih, Kíev, Lviv og Sumy hafi skemmst í árásum. Rýmingar á svæðum nærri víglínum halda einnig áfram og raska enn frekar námi barna sem þurfa að flýja heimili sín.

9. september næstkomandi er fjórði árlegi „Alþjóðadagur til að verjast árásum á menntun“ (e. International Day to Protect Education from Attack). Og er er þessi dagur nú að renna upp í þriðja sinn síðan innrásin í Úkraínu hófst. Við nýtum þetta tækifæri enn á ný til að ítreka ákall okkar um að skólar og menntastofnanir njóti verndar gegn árásum, að stríðandi fylkingar hætti að að nota menntastofnanir í hernaðarlegum tilgangi og að réttindi allra barna til menntunar séu virt.

 Skólar eiga að vera öruggt og barnvænt svæði þar sem hlúð er námsumhverfi barna svo þau geti vaxið og dafnað.

UNICEF heldur áfram þrotlausri vinnu sinni með stjórnvöldum í Úkraínu og samstarfsaðilum um allt land til að tryggja áframhaldandi menntun barna, styðja við andlega velferð þeirra og hjálpa þeim að viðhalda einhverskonar eðlilegri barnæsku.

Börn í Úkraínu hafa þjáðst nóg, það verður að vernda þau gegn árásum. Eins og Emilía, þá vilja þau öll bara geta farið aftur í skólann til að læra, leika sér og fá að vera börn á ný.“

John Marks, fulltrúi UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Úkraínu

Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börn í Úkraínu er enn í gangi. Leggðu þitt af mörkum hér.

Fleiri
fréttir

20. desember 2024

Opnunartími skrifstofu um hátíðarnar
Lesa meira

19. desember 2024

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára 
Lesa meira

18. desember 2024

UNICEF: Börn í Sýrlandi þurfa frið
Lesa meira
Fara í fréttasafn