26. maí 2023

Sjáðu árangur UNICEF í þágu barna á síðasta ári

Ársskýrsla UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, sýnir að framlag þitt skilar árangri – Börn í dag búa við fjölþætta ógn og stuðningur þinn hefur aldrei verið mikilvægari

Á ári gríðarlegra áskorana og fjölþættra ógna sem steðja að börnum um allan heim hefur UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, unnið þrotlaust að markmiðum sínum að betri heim fyrir öll börn og náð eftirtektarverðum árangri í þágu réttinda og velferðar barna.

Í dag birti UNICEF ársskýrslu sína þar sem farið er yfir helstu áskoranir og árangur ársins 2022 sem litað var af eftirmálum heimsfaraldursins, stríðsátökum, loftslagsbreytingum, efnahagsþrengingum, sjúkdómum og verstu matvæla og næringarkrísu nútímasögunnar hjá mörgum efnaminnstu ríkjum veraldar. Einstaklingum sem þurftu á mannúðaraðstoð að halda á árinu fjölgaði úr 235 milljónum árið 2021 í 274 milljónir í fyrra. 

Helstu árangursafrek UNICEF á árinu 2022:

  • 356.3 milljónir barna undir fimm ára aldri nutu góðs af verkefnum til að draga úr vannæringu af öllu tagi á árinu. Fleiri en nokkru sinni. 182.4 milljónir barna nutu góðs af vinnu í að snemmbærri greiningu og meðhöndlun á rýrnun (e. Wasting), alvarlegasta formi vannæringar.
  • 77.9 milljónir barna voru bólusett gegn mislingum og 27 milljónir barna fengu bólusetningar í ríkjum þar sem neyð og mannúðarkrísa ríkti.
  • 37.9 milljónir barna og ungmenna sem ekki voru í skóla (þar af 49 prósent stúlkur) fengu aðgengi að menntun á árinu, þar af 3.1 milljónir barna á flótta og vergangi og 18.6 milljónir barna sem búa við mannúðarkrísu.
  • UNICEF skalaði upp verkefni sem beinast að forvörnum gegn ofbeldi, hagnýtingu og öðrum skaðlegum aðgerðum gegn börnum, þar á meðal með foreldranámskeiðum sem náðu til 11.8 milljóna forráðamanna árið 2022, samanborið við 3 milljónir árið 2021.
  • Fjöldi barna, ungmenna og forráðamanna sem fékk aðgengi að samfélagslegri heilbrigðisþjónustu og sálrænum stuðningi á árinu ríflega tvöfaldaðist milli ára, úr 12 milljónum árið 2021 í 25.2 milljónir á því siðasta.
  • Verkefni sem beinast að þátttöku fatlaðra barna náðu til 4.5 milljóna barna í 142 löndum.
  • 26 milljónir einstaklinga fengu aðgengi að, í það minnsta, grunnhreinlætisaðgerðum, 30.6 milljónir að vatni, 23.6 milljónir hreinlæti og 39 milljónir fengu aðgengi að vatns- og hreinlætisþjónustu (WASH) í neyðaraðstæðum.
  • Með stuðningi UNICEF gátu stjórnvöld á viðkomandi svæðum náð til 129 milljóna barna með beinum fjárstuðningi.
  • Á COP27 ráðstefnunni varð samstarfsverkefni UNICEF varðandi hagsmunagæslu í Children‘s Environmental Rights Initiative til þess að hlutverk barna og ungmenna í baráttunni gegn hamfarahlýnun var formlega viðurkennt.
  • UNICEF náði til og virkjaði tugi milljóna barna í réttindagæslu og fræðslu.

 Þegar þú ert Heimsforeldri UNICEF eða styrkir neyðarsafnanir UNICEF á Íslandi fjárfestir þú í framtíð barna um allan heim. Árangurinn sem blasir við í ársskýrslu UNICEF sýnir að framlag þitt skilar árangri og hefur aldrei verið mikilvægara.

Ársskýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, má lesa í heild sinni hér.

Fleiri
fréttir

20. desember 2024

Opnunartími skrifstofu um hátíðarnar
Lesa meira

19. desember 2024

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára 
Lesa meira

18. desember 2024

UNICEF: Börn í Sýrlandi þurfa frið
Lesa meira
Fara í fréttasafn