14. desember 2020

Sannar gjafir í jólapakkann

Í dag, 14. desember, er síðasti dagurinn til að kaupa Sanna gjöf og fá hana örugglega senda heim með pósti fyrir jól.

Kæru vinir,

Okkur langar til að minna á að í dag, 14. desember, er síðasti dagurinn til að kaupa Sanna gjöf og fá hana örugglega senda heim með pósti fyrir jól. Til að tryggja sóttvarnir er skrifstofa UNICEF á Íslandi lokuð og því ekki hægt að sækja gjafabréf þangað í ár. Ef þú lendir í einhverjum vandræðum með að versla Sannar gjafir eða færð gjafabréfið ekki í tölvupósti má alltaf hafa samband við okkur í síma 552-3600 eða í tölvupósti: sannargjafir(hjá]unicef.is

Það er þó alltaf er hægt að fá gjöfina senda í tölvupósti en hún berst þá í prentvænni útgáfu.

Úrvalið af Sönnum jólagjöfum má skoða á www.sannargjafir.is

Fleiri
fréttir

01. apríl 2025

Isabel Burchard: Ísland er fyrirmynd og mikilsmetinn styrktaraðili UNICEF
Lesa meira

31. mars 2025

UNICEF á Íslandi hefur neyðarsöfnun fyrir Mjanmar
Lesa meira

28. mars 2025

Heimsbyggðin geti ekki hunsað „helvíti á jörðu“ í Súdan
Lesa meira
Fara í fréttasafn