04. mars 2021

Ævar Þór vígði nýja heimasíðu Sannra gjafa

Ný heimasíða Sannra gjafa var formlega tekin í gagnið í dag og var það Ævar Þór Benediktsson, nýskipaður sendiherra UNICEF á Íslandi, sem vígði síðuna með pompi og prakt

4. mars 2021 Ný heimasíða Sannra gjafa var formlega tekin í gagnið í dag og var það Ævar Þór Benediktsson, nýskipaður sendiherra UNICEF á Íslandi, sem vígði síðuna með pompi og prakt. Ævar Þór, sem leggur sem sendiherra UNICEF á Íslandi sérstaka áherslu og menntun og menningu, lét það verða sitt fyrsta verk að kaupa námsgögn fyrir fjögur börn á þessum nýja og glæsilega vef.

Nýja heimasíðan er unnin af Smartmedia og býður upp á stílhreina og einfalda leið til að kaupa hinar sívinsælu Sönnu gjafir sem innihalda lífsnauðsynleg hjálpargögn sem bjarga lífi barna í neyð.

Við erum ákaflega stolt af þessari nýju fínu og uppfærðu síðu. Ein af nýjungunum sem nú er boðið upp á er að nú getur þú hlaðið inn þinni eigin mynd á gjafabréfið, auk þess að skrifa persónulega kveðju á það. Þannig getur þú gert gott gjafabréf enn persónulegra um leið og þú lætur gott af þér leiða.

„Nýja síðan er notendavæn, aðgengileg og stílhrein uppfærsla á gamla vefnum sem hefur þjónað okkur svo ótrúlega vel í gegnum tíðina en var kominn til ára sinna. Sannar gjafir hafa aldrei verið vinsælli og mikilvægari en nú og hlökkum við til að taka á móti kaupendum Sannra gjafa á þessum nýja vettvangi,“ segir Sigurður Mikael Jónsson, verkefnastjóri Sannra gjafa hjá UNICEF á Íslandi.

Kíkið endilega á nýja heimasíðu Sannra gjafa hér.

Fleiri
fréttir

20. janúar 2025

Aðgerðaráætlun UNICEF í fyrsta fasa vopnahlés á Gaza
Lesa meira

16. janúar 2025

UNICEF flytur hjálpargögn á hamfarasvæði í Tíbet
Lesa meira

15. janúar 2025

UNICEF fagnar löngu tímabæru vopnahléi á Gaza
Lesa meira
Fara í fréttasafn