30. nóvember 2022

Nína Dögg fer á kostum í jólaherferð Sannra gjafa

Það hefur aldrei verið auðveldara að gefa heimsins mikilvægustu jólagjöf

Frábær leið til að gleðja fjölskyldu og ástvini er að búa til sínar eigin gjafir. En sumar gjafir er vissara– og auðveldara að fela öðrum að útvega. Þetta fær stórleikkonan Nína Dögg Filippusdóttir að reyna en hún fer með aðalhlutverk í jólaauglýsingu Sannra gjafa UNICEF í ár.  

 Í auglýsingunni reynir húsmóðirin annars vegar að gera heimatilbúið jarðhnetumauk og hins vegar að tappa hreinu íslensku vatni á kúta til að senda til fjarlægra landa þar sem börn glíma við mikla neyð sökum vannæringar og skorts á öruggu drykkjarvatni.  

 Hvort tveggja reynist fyrirmyndarhúsmóðurinni auðvitað mikil sneypuför enda er til mun auðveldari leið til að tryggja börnum í neyð lífsnauðsynleg hjálpargögn á Sannargjafir.is. 

Jarðhnetumauk sem gerir kraftaverk 

Næringarríka jarðhnetumaukið sem UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er stærsti kaupandi að í heiminum gerir kraftaverk fyrir vannærð börn. Um er að ræða vítamínbætt jarðhnetumauk sem inniheldur 500 hitaeiningar og er pakkarnir þeim góða eiginleika gæddir að hafa mikið geymsluþol, líka í miklum hita, svo mánuðum skiptir. Þá er hægt að neyta innihaldsins beint úr pakkanum án allra áhalda og án aðgengi að hreinu vatni. Og vannært barn þarf aðeins um þrjá svona pakka á dag í um þrjár vikur til að ná fullum bata. Er þetta því eitt vinsælasta hjálpargagn veraldar við meðhöndlun vannæringar og í öðrum neyðaraðstæðum. 

Þúsundir lítra af hreinu vatni í töfluformi 

Á vefsíðunni Sannargjafir.is má finna þessa litlu kraftaverkaposa í allt frá 30 og upp í 50 pakka gjafapökkum. Eina sem þú þarft að gera er að kaupa vöruna og UNICEF sér svo um að koma henni þangað sem neyðin er mest hverju sinni í einu af þeim yfir 190 löndum sem UNICEF er með starfsemi. 

 Annað hjálpargagn sem gerir kraftaverk eru vatnshreinsitöflurnar sem UNICEF býður upp á. Ein slík getur breytt óhreinu og sýktu vatni í drykkjarhæft vatn. Þegar þú kaupir 10 þúsund stk pakka á Sannargjafir.is ertu að tryggja 50 þúsund lítra af drykkjarhæfu vatni og aðstoða börn og foreldra þeirra að forðast fjölmarga lífshættulega sjúkdóma sem fylgja því að neyta óhreins vatns. Það er ljóst að það er auðveldara en að senda alla þessa lítra heimshluta á milli.  

 Með því að gefa Sannar gjafir um jólin tryggir þú barni í neyð lífsbjörg og tækifæri til betra lífs. Það er að okkar mati, heimsins mikilvægasta gjöf.  

Skoðaðu vöruúrvalið á Sannargjafir.is

Hér fyrir ofan má sjá auglýsinguna fyrir Jarðhnetumauk og næringarpakka Sannra gjafa og með því að smella hér má sjá auglýsinguna fyrir Vatnshreinsitöflurnar.

 ---------------------------------------------

Framleiðsla auglýsingar: obbosí ehf. 
 
Leikstjóri: Freyr Árnason 
Aðstoðarleikstjóri: Kári Steinarsson 
Kvikmyndataka: Atli Þór Einarsson 
Hljóðmaður: Kári "El Maestro" Jóhannsson 

Eftirvinnsla 
Klipping: Sigurður Kristinn Ómarsson 

Hljóðvinnsla: Kári "El Maestro" Jóhannsson 

Litaleiðrétting: Pétur Már Pétursson 

VFX: Atli Þór Einarsson 

Samsetning: Korben 

UNICEF á Íslandi færir Nínu Dögg, öllum ofangreindum og þeim sem með einum eða öðrum hætti aðstoðuðu við gerð auglýsinganna hjartans þakkir fyrir.

Fleiri
fréttir

20. janúar 2025

Aðgerðaráætlun UNICEF í fyrsta fasa vopnahlés á Gaza
Lesa meira

16. janúar 2025

UNICEF flytur hjálpargögn á hamfarasvæði í Tíbet
Lesa meira

15. janúar 2025

UNICEF fagnar löngu tímabæru vopnahléi á Gaza
Lesa meira
Fara í fréttasafn