06. febrúar 2023

Neyðarsöfnun UNICEF fyrir Sýrland vegna jarðskjálfta

Mörg hundruð látið lífið og slasast – Börn í Sýrlandi þurfa á stuðningi þínum að halda

Björgunarmaður ber ungan dreng úr rústum byggingar í Dana í Sýrlandi eftir jarðskjálftana. Mynd: Aaref Watad/AFP

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur hafið neyðarsöfnun vegna afleiðinga jarðskjálfta að stærðinni 7.8 sem varð í Tyrklandi og Sýrlandi í nótt. Söfnun UNICEF nær til Sýrlands og landamæraaðstoðar í Gaziantep þar sem mikill fjöldi flóttafólks heldur til við erfiðar aðstæður.

Tölur látinna og særðra hækka með hverjum klukkutímanum en ljóst að mörg hundruð eru látin og þúsundir særð í Sýrlandi og Tyrklandi. Í Sýrlandi er ástandið metið verst í Aleppo og Latakia, fregnir hafa borist af skemmdum í Hama en ekki hafa borist af fregnir af stöðu mála í Homs og syðri landsvæðum enn sem komið er.

Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi vegna Sýrlands

Ástandið í Sýrlandi var fyrir afar viðkvæmt og neyðin þar mikil. Ljóst er að áhrif hamfaraskjálfta sem þessa mun koma harðast niður á börnum og viðkvæmum hópum sem nú þegar glíma við hápunkt vetrarhörkunnar í landinu í þokkabót.

Angela Kearney, fulltrúi UNICEF í Sýrlandi, var í Aleppo þegar jarðskjálftinn varð:

„Tölur særðra og látinna hækka sífellt. Hér er upplausnarástand og skelfing meðal fólks og barna. Skólum hefur verið lokað og suma er verið að nota sem neyðarskýli.“

Vettvangsteymi UNICEF í Sýrlandi er í þessum skrifuðu orðum að meta aðstæður og er frekari tíðinda að vænta af stöðunni og viðbragði UNICEF síðar í dag.

Sem stendur hafa stjórnvöld í Tyrklandi ekki óskað eftir neyðaraðstoð og beinist ákall þeirra fyrst og fremst að leit og björgun að svo stöddu.

Erfiðar aðstæður í Sýrlandi fyrir skjálftann

Nokkrar staðreyndir um Sýrlandi fyrir jarðskjálftann:

  • Stríð staðið yfir í tæp 12 ár.
  • Rúmlega 14,6 milljónir einstaklinga, þar af 6,5 milljónir barna, þurfa á mannúðaraðstoð.
  • 6,9 milljónir einstaklinga, þar af 3 milljónir barna, eru á vergangi innan landsins eftir að hafa neyðst til að flýja heimili sín.
  • Milljónir Sýrlendinga hafa flúið yfir landamærin til nágrannaríkja og  víðar og búa í flóttamannabúðum.
  • Fyrir hamfarirnar áætlaði UNICEF að þurfa 328,5 milljónir dala til að mæta þörfum sýrlenskra barna.
  • Mest er þörfin fyrir mannúðaraðstoð vegna vatns og hreinlætisverkefna (WASH), heilbrigðismála– þar á meðal til að tækla útbreiðslu kóleru), og vegna menntamála.

UNICEF hefur frá upphafi stríðs og allar götur síðan 1970 verið á vettvangi í Sýrlandi til að tryggja velferð og réttindi barna þar í landi. Unnið að því að tryggja börnum skjól, menntun, næringu og heilbrigðisþjónustu. Nú standa Sýrlendingar frammi fyrir enn einni áskoruninni og sem fyrr mun UNICEF standa við bakið á sýrlenskum börnum. Til þess þurfum við þinn stuðning.

Sendu SMS-ið STOPP í númerið 1900 til að styrkja um 1.900 krónur.

Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: 701-26-102040 kennitala: 481203-2950

Nánar hér:
Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi vegna Sýrlands

Fleiri
fréttir

20. janúar 2025

Aðgerðaráætlun UNICEF í fyrsta fasa vopnahlés á Gaza
Lesa meira

16. janúar 2025

UNICEF flytur hjálpargögn á hamfarasvæði í Tíbet
Lesa meira

15. janúar 2025

UNICEF fagnar löngu tímabæru vopnahléi á Gaza
Lesa meira
Fara í fréttasafn