08. september 2021

140 milljónir barna fara á mis við fyrsta skóladaginn

Eins og svo margir foreldrar og forráðamenn hafa fengið að upplifa undanfarið hér á landi þá er fyrsti skóladagurinn tímamótaviðburður í lífi barna og foreldra.

Amman Chinmaya Shrestha yljar þriggja daga barnabarni sínu á heilsugæslu í Gorkha héraðinu í Nepal. Heilsugæslan sem fær stuðning frá UNICEF er í tjaldbúðum eins og svo margar aðrar slíkar eftir jarðskjálftann í apríl 2015.

Eins og svo margir foreldrar og forráðamenn hafa fengið að upplifa undanfarið hér á landi þá er fyrsti skóladagurinn tímamótaviðburður í lífi barna og foreldra. Meyrir foreldrar hafa stoltir birt myndir af börnum sínum stíga sín fyrstu skref í menntakerfinu. Sorgleg staðreyndin er þó sú að vegna COVID-19 áætlar UNICEF að 140 milljónir barna um allan heim séu að fara á mis við þessa upplifun og réttindi sín til skólagöngu í ár.

Nú þegar skólar eru víða um heim farnir eða að fara af stað eftir sumarið áætlar UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, að af þessum 140 milljón börnum hafi 8 milljónir nemenda nú mátt bíða í rúmt ár eftir að fá að hefja nám með að mæta í skólastofuna í eigin persónu.

„Mörg okkar munum enn eftir okkar fyrsta skóladegi. En fyrir milljónir barna hefur þessum mikilvæga degi verið frestað ótímabundið,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF.

„Milljónir nema í fyrsta bekk hafa þurft að bíða með að fá að stíga fæti inn í skólastofu í rúmt ár og milljónir barna munu ekki fá að gera það á þessari önn. Fyrir viðkvæmustu hópana þá eykst hættan á að mörg þeirra fái aldrei tækifæri til að stíga inn í skólastofu á ævinni,“ segir Fore.

Fyrsti bekkur er mikilvægur grunnur að framtíðarnámi barna. Þar læra börn undirstöður í lestri, skrift og stærðfræði. Þetta er ekki síður mikilvægur vettvangur til að efla sjálfstæði barna og samband þeirra við önnur börn og kennara. Viðvera í kennslustofu auðveldar kennurum einnig að bera kennsl á hin ýmsu vandamál og vandkvæði barnanna, hvort heldur sem er námstengd, andleg eða líkamleg

Lokanir hafa slæm áhrif á börn

Árið 2020 var skólum á heimsvísu að meðaltali lokað algjörlega í 79 kennsludaga. Hjá 168 milljónum nemenda þá var skólum lokað allt árið eftir að heimsfaraldurinn fór af stað. Enn standa börn frammi fyrir því að veruleg röskun verði á öðru skólaári. Afleiðingar af lokun skóla geta verið margvíslegar. Þau verða augljóslega af námi, þær hafa hafa áhrif á andlega líðan þeirra, mörg börn verða af bólusetningum, hættan á að þau hætti alfarið í námi eykst með tilheyrandi hættu á að þau þurfi að fara út á vinnumarkaðinn, í barnaþrælkun eða neydd í hjónaband. Þessara áhrifa mun sérstaklega gæta meðal yngstu og viðkvæmustu hópanna í skólakerfum víðs vegar um heiminn.

Margar þjóðir hafa náð að sinna skyldunámi með fjarkennslu en fyrir minnst 29 prósent allra grunnskólanema er slíkt ekki valmöguleiki. Þessi börn hafa ekki aðgengi að tækninni sem þarf til að stunda fjarkennslu og aðstæður heima fyrir geta verið bágbornar til náms.

Rannsóknir hafa sýnt að jákvæð reynsla af skóla á þessum mótunarárum barna hefur mikið að segja um framtíðarmöguleika þeirra. Hvort heldur sem er á samfélagsstöðu, andlega heilsu eða frekari menntun. Börn sem lenda eftir á í námi snemma á námsferlinum eru líklegri til að ná aldrei jafnöldrum sínum. Fylgni er einnig á milli fjölda ára sem börn verja í skóla og framtíðartekjumöguleikum þeirra.

Fjárfesting í menntun er lykill að hagsæld

Án aðgerða til að milda þessar afleiðingar heimsfaraldursins á nám barna áætlar Alþjóðabankinn að þessi kynslóð nemenda glati 10 billjónum dala (e. $10 trillion) í í tekjum. Vísbendingar eru um að kostnaðurinn við að grípa inn í gloppótt nám er lægri og beri meiri árangur ef gripið er snemma inn í málin og að fjárfesting í námi styðji efnahagsumbætur, vöxt og hagsæld.

UNICEF hefur áður lagt fram tilmæli um að bólusetning kennara verði sett í forgang sem framlínustarfsmenn og að stjórnvöld forgangsraði opnun skóla í sóttvarnaraðgerðum sínum. Mörg dæmi eru um að í stjórnvöld í löndum með lægra smithlutfall heimili samkomur hópa á opinberum vettvangi, eins og veitingastöðum, líkamsræktarstöðum og skemmtistöðum, en í of mörgum þeirra séu skólar enn lokaðir.

UNICEF skorar á stjórnvöld um allan heim að opna skóla á ný svo börn geti mætt til að læra í eigin persónu eins fljótt og auðið er. Einnig að gripið verði til aðgerða til að vinna upp þann tíma sem glatast hefur. Í samstarfi við Alþjóðabankann og UNESCO kallar UNICEF eftir því að stjórnvöld einbeiti sér að þremur lykilatriðum í þeim aðgerðum:

  • Skipulegar aðgerðir í að ná börnum og ungmennum aftur í skóla þar sem þau hafi aðgang að þjónustu sem sniðin er að þörfum þeirra tengd námi, heilsu og sálfræði- og félagsþjónustu.
  • Gagnlegt upprifjunarnám til að hjálpa nemendum að vinna upp það sem þau hafa í mörgum tilfellum farið á mis við í grunnnámi sínu.
  • Stuðningur við kennara til að bæta upp fyrir námstap og hjálpa þeim að innleiða tækni í kennslu

Tryggjum börnum sinn dag vonar og möguleika

„Þinn fyrsti skóladagur er dagur vonar og möguleika. Dagur til að ná góðri byrjun frá rásmarkinu. En það eru ekki öll börn að fá góða byrjun. Sum börn eru ekki að fá að fara af stað og eru föst á byrjunarreit,“ segir Henrietta Fore.

„Við verðum að opna skóla á ný og tryggja börnum kennslu í eigin persónu eins fljótt og mögulegt er. Við verðum að taka á þeim gloppum sem orðið hafa á námi í heimsfaraldrinum. Ef við gerum það ekki mun námsferill of margra barna aldrei bíða þess bætur.“

Fjárfseting í menntun er lykillin að hagvexti ríkja eftir heimsfaraldur COVID-19. Á komandi vikum mun UNICEF halda áfram að virkja samstarfsaðila og almenning til að koma í veg fyrir að þessa menntakrísa í heiminum verði að hamförum. UNICEF mun virkja þjóðarleiðtoga, kennara og foreldra í þessu markmiði. Framtíð viðkvæmasta hóps barna er að veði.

Fleiri
fréttir

20. desember 2024

Opnunartími skrifstofu um hátíðarnar
Lesa meira

19. desember 2024

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára 
Lesa meira

18. desember 2024

UNICEF: Börn í Sýrlandi þurfa frið
Lesa meira
Fara í fréttasafn