19. maí 2021

Milljón börn á Gaza hvergi óhult

„Tryggja þarf aðgengi hjálparstarfsfólks að Gaza tafarlaust til að koma í veg fyrir enn meiri hörmundar fyrir börn,“ segir í yfirlýsingu frá Henriettu Fore, framkvæmdastjóra UNICEF. Að minnsta kostu 60 börn hafa verið drepin og 444 særst alvarlega á síðustu 10 dögunum.

„Tryggja þarf aðgengi hjálparstarfsfólks að Gaza tafarlaust til að koma í veg fyrir enn meiri hörmungar fyrir börn,“ segir í yfirlýsingu frá Henriettu Fore, framkvæmdastjóra UNICEF. Að minnsta kostu 60 börn hafa verið drepin og 444 særst alvarlega á síðustu 10 dögum. Milljón börn á Gaza þurfa að þola afleiðingar ofbeldisfullra árása og eru hvergi óhult. Hunduðir hafa látið lífið og fjölskyldur hafa splundrast.

Loftárásir hafa verið nánast linnulausar á Gaza síðastliðna daga og eyðileggingin er gífurleg. Um 30 þúsund börn eru nú á flótta og að minnsta kosti fjórar heilbrigðisstofnanir og 40 skólar hafa skemmst. Rafmagn í borginni er af mjög skornum skammti. Að minnsta kosti 48 skólar eru notaðir sem neyðarskýli fyrir fjölskyldur sem leita skjóls fyrir árásunum. Mikilvægir hlutar vatnskerfis borgarinnar hafa orðið fyrir verulegu tjóni, þar með talið grunnvatnsholur og uppistöðulón, frárennslisstöðvar, dreifikerfi og dælubúnaður. UNICEF áætlar að 325 þúsund manns þurfi nayðsynlega neyðaraðstoð á sviði vatns og hreinlætis til að koma í veg fyrir útbreiðslu lífshættulegra sjúkdóma.

UNICEF fordæmir ofbeldið gegn börnum og óbreyttum borgurum og kallar eftir því að árásum verði tafarlaust hætt. Tryggja þarf að hjálparstarfsfólk geti sinnt neyðaraðstoð á svæðinu og komið með nayðsynleg hjálpargögn, þar með talið eldsneyti, lækningavörur og bóluefni gegn COVID-19. Einnig þarf að tryggja að hægt sé að flytja á brott veika og særða og að hægt sé að sameina fjölskyldur á ný.

Börn eiga aldrei sök í stríði en engu að síður eru það þau sem bera mestan skaða af átökunum. Þau þurfa vopnahlé strax og einnig langvarandi pólitíska lausn. Öll börn eiga rétt á að lifa í öryggi en ekki að alast upp í hræðilegri hringrás ofbeldis sem hefur staðið yfir allt of lengi. Þetta þarf að stöðva!

Fleiri
fréttir

20. janúar 2025

Aðgerðaráætlun UNICEF í fyrsta fasa vopnahlés á Gaza
Lesa meira

16. janúar 2025

UNICEF flytur hjálpargögn á hamfarasvæði í Tíbet
Lesa meira

15. janúar 2025

UNICEF fagnar löngu tímabæru vopnahléi á Gaza
Lesa meira
Fara í fréttasafn