16. ágúst 2021

Gífurlegt tjón á Haítí og börn í hættu

Ljóst er að mikið mannfall og gífurlegt tjón hefur orðið eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir suðvesturhluta Haítí um helgina. Það er með hjálp Heimsforeldra sem UNICEF getur brugðist hratt við þegar neyðarástand skapast líkt og á Haítí.

Ljóst er að mikið mannfall og gífurlegt tjón hefur orðið eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir suðvesturhluta Haítí um helgina. Tala látinna er komin yfir 1200, spítalar eru yfirfullir af slösuðu fólki og fjölda manns er enn saknað í rústunum. Þúsundir heimila, skóla og mannvirkja eru ónýt. Það sem gerir stöðuna enn verri er að búist er við að hitabeltislægðin Grace fari yfir Haití í dag og á morgun með mikilli rigningu, flóðum og óveðri sem getur aukið enn frekar skemmdirnar af völdum jarðskjálftans og gert allt björgunarstarf erfiðara.

Íbúar á Haítí eru enn að jafna sig eftir jarðskjálftann sem varð fyrir 11 árum og staða barna í landinu hefur verið slæm lengi. Pólitískur óstöðugleiki, ofbeldi, vannæring og útbreiðsla COVID-19 ógnar lífi barna í landinu og því mikilvægt að bregðast hratt við þeirri vaxandi neyð sem nú hefur skapast af völdum jarðskjálftans.

UNICEF er á staðnum og vinnur með stjórnvöldum og samstarfsaðilum að meta aðstæður og skipuleggja hjálparstarf. Búið er að koma neyðarbirgðum til þeirra svæða sem urðu verst úti og meiri hjálpargögn eru á leiðinni til þeirra fjölmörgu barna og fjölskyldna sem þurfa nú lífsnauðsynlega aðstoð, til að mynda öruggt skjól, hreint vatn, mat og læknisaðstoð.

Það er með hjálp Heimsforeldra sem UNICEF getur brugðist hratt við þegar neyðarástand skapast líkt og á Haítí og verið til staðar fyrir börn og fjölskyldur þeirra hvar sem er í heiminum. Þú getur skráð þig sem Heimsforeldri UNICEF hér.

Fleiri
fréttir

20. desember 2024

Opnunartími skrifstofu um hátíðarnar
Lesa meira

19. desember 2024

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára 
Lesa meira

18. desember 2024

UNICEF: Börn í Sýrlandi þurfa frið
Lesa meira
Fara í fréttasafn