30. nóvember 2023

Jólanýjung Sannra gjafa – Jóladagatal UNICEF og Múmín

Nú fer í hönd ein mikilvægasti tími ársins hjá UNICEF á Íslandi þegar jólasala Sannra gjafa hefst. Sannar gjafir hafa fest sig í sessi sem ómissandi hluti af jólahaldi fjölmargra og orðnar gríðarvinsæl jólagjöf til að lauma í pakkann hjá þeim sem vilja láta gott af sér leiða á hátíð ljóss og friðar. Því hver kannast ekki við að vera í vandræðum með að finna jólagjöf handa þeim sem eiga allt og vantar ekkert? Þá eru Sannar gjafir fallegur og umhyggjusamur valkostur, enda innihalda þær gjöf sem aldrei gleymist.

Á vefsíðunni Sannargjafir.is getur þú valið úr úrvali lífsnauðsynlegra hjálpargagna sem UNCIEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, dreifir á hverjum degi til barna og fjölskyldna í samfélögum þar sem þörfin er mest. Þú gefur Sanna gjöf í nafni þess viðtakanda og færð á móti fallegt gjafabréf fyrir henni til að afhenda viðkomandi. Þú getur skrifað persónulega kveðju á gjafabréfið og meira að segja valið mynd til að skreyta gjafabréfið með. Gjafabréfið getur þú svo fengið sent ýmist í tölvupósti til þín, sent það áfram á netfang viðtakanda eða fengið það útprentað og sent í pósti eða nálgast á skrifstofu UNICEF á Strandgötu 75 í Hafnarfirði.

Hvort heldur sem það eru bóluefni gegn hættulegum sjúkdómum, næringarríkt jarðhnetumauk fyrir vannærð börn, teppi og hlýr vetrarfatnaður fyrir börn í neyð, námsgögn fyrir börn eða vatnshreinistöflur. Með Sönnum gjöfum stendur þú vörð um réttindi barna til allra þessara hluta og styður við verkefni UNICEF í að tryggja það að öll börn njóti þessara réttinda.

Jóla-nýjung: Jóladagatal UNICEF og Múmín

Í ár kynnir UNICEF nýjung sem er þinn gluggi að góðverki - jóladagatal UNICEF og Múmín. Í dagatalinu eru eins og hefð er fyrir, 24 gluggar og í hverjum þeirra er ein Sönn gjöf til barna í neyð. Á hverjum degi kynnist þú því hjálpargögnum sem UNICEF útvegar börnum sem þurfa á þeim að halda.

Með kaupum á dagatalinu styður þú því við verkefni UNICEF í þágu barna um allan heim. Hver gluggi hefur að geyma óvæntan glaðning sem hjálpar börnum um allan heim að lifa, læra og leika sér.
Við minnum á að líka er hægt að kaupa Jóladagatal UNICEF og Múmín í verslunum Lindex um allt land.

Hvers vegna Sannar gjafir og UNICEF?

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum. Við berjumst fyrir réttindum barna á heimsvísu og sinnum bæði langtímauppbyggingu og neyðaraðstoð. Við erum á vettvangi í yfir 190 löndum og leggjum áherslu á að ná til allra barna – hvar sem þau eru.

Öll börn eiga rétt – en ekki öll börn fá notið réttar síns. Þessu viljum við breyta. Öll heimsins börn hafa rétt á heilsugæslu, menntun, jafnrétti og vernd. Þau eiga rétt á að vera börn.

Á hverjum degi sjáum við árangur af starfi okkar – árangur sem hefur bein áhrif á líf barna vítt og breitt um heiminn. Það drífur okkur áfram. Starf UNICEF á þátt í að stórlega hefur dregið úr barnadauða á heimsvísu, fleiri börn fara í skóla nú en nokkru sinni fyrr, margfalt fleiri börn fá meðferð við HIV en áður og fleiri hafa aðgang að hreinu vatni nú en nokkru sinni fyrr.

Verkefnið er að ná til allra barna. Það gerum við með ykkar hjálp. Í öllu okkar starfi treystum við eingöngu á frjáls framlög og því eru kaup á Sönnum gjöfum sérstaklega mikilvæg gjöf.

Nánari upplýsingar um starfsemi UNICEF má finna á heimasíðu UNICEF á Íslandi.

Fleiri
fréttir

20. desember 2024

Opnunartími skrifstofu um hátíðarnar
Lesa meira

19. desember 2024

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára 
Lesa meira

18. desember 2024

UNICEF: Börn í Sýrlandi þurfa frið
Lesa meira
Fara í fréttasafn