23. janúar 2023

Innrásin í Úkraínu raskað menntun fimm milljóna barna

Alþjóðlegi menntadagurinn í dag – Milljónir barna um allan heim svipt rétti sínu til menntunar vegna átaka

Nú rétt tæpu ári eftir innrásina í Úkraínu hafa stríðsátökin raskað menntun rúmlega fimm milljóna barna segir UNICEF í ákalli þar sem kallað er eftir auknum alþjóðlegum stuðningi til að tryggja að börn dragist ekki enn lengra aftur úr. Tryggja verði menntun barna í Úkraínu og löndunum þar sem úkraínsk börn hafa leitað hælis.

„Skólar og menntun frá unga aldri leggur ótrúlega mikilvægan grunn að mótun og öryggi barna. Að missa úr námi getur haft afleiðingar fyrir lífstíð,“ segir Afshan Khan, svæðisstjóri UNICEF í Evrópu og Mið-Asíu. „Það er enginn pásutakki. Það er hreinlega ekki valmöguleiki að fresta menntun barna og taka svo upp þráðinn án þess að stefna framtíð heillar kynslóðar í voða.“

Þúsundir skóla, leikskóla og aðrar menntastofnanir hafa skemmst eða eyðilagst í Úkraínu síðasta árið og vegna árása á íbúabyggð og stofnanir eru foreldrar skiljanlega hikandi við að senda börn í skólann af öryggisástæðum.

UNICEF vinnur með stjórnvöldum í Úkraínu að því að koma börnum aftur í nám. Í skólastofurnar þegar það er talið öruggt og í gegnum fjarkennslu eða öðrum leiðum í nærumhverfi þeirra þegar annað er ekki í boði. 1,9 milljónir barna hafa nýtt sér fjarkennslufyrirkomulagið og 1,3 milljónir barna nýtt sér blöndu námi með mætingu í kennslu stofu og fjarkennslu. Árásir á rafmagns- og orkuinnviði hafa hins vegar valdið rafmagnsleysi og orkuskorti sem skapað hefur miklar áskoranir í að halda fjarkennslu gangandi.

Utan landamæra Úkraínu eru staðan einnig áhyggjuefni. UNICEF áætlar að 2 af hverjum 3 úkraínskum börnum á flótta séu ekki að sækja skóla í móttökulandinu. Fyrir því eru ýmsar ástæður, eins og skólakerfi viðkomandi ríkja séu við þolmörk og þeirrar staðreyndar að margar fjölskyldur ákváðu að velja fjarkennslu yfir skóla í móttökuríkjunum þar sem von þeirra var að komast fljótlega aftur heim. Stríðið hefur hins vegar dregist á langinn.

„UNICEF mun halda áfram að vinna með stjórnvöldum í Úkraínu og móttökuríkjum til að finna lausnina svo hægt verði að tryggja nám barna á átakasvæðum Úkraínu og utan landamæranna,“ segir Khan.

UNICEF ítrekar fyrri ákölls ín um að Rússar láti af árásum á skóla og aðra mikilvæga innviði almennings sem börn og fjölskyldur reiða sig á.

Fleiri
fréttir

20. desember 2024

Opnunartími skrifstofu um hátíðarnar
Lesa meira

19. desember 2024

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára 
Lesa meira

18. desember 2024

UNICEF: Börn í Sýrlandi þurfa frið
Lesa meira
Fara í fréttasafn