20. nóvember 2020

Giljaskóli fyrsti Réttindaskóli UNICEF utan höfuðborgarsvæðisins

Í dag, á alþjóðadegi barna og afmælisdegi Barnasáttmálans, veitti UNICEF á Íslandi grunnskólanum Giljaskóla á Akureyri viðurkenningu sem Réttindaskóli UNICEF. Giljaskóli er því orðinn fyrsti Réttindaskóli UNICEF utan höfuðborgarsvæðisins.

Í dag, á alþjóðadegi barna og afmælisdegi Barnasáttmálans, veitti UNICEF á Íslandi grunnskólanum Giljaskóla á Akureyri viðurkenningu sem Réttindaskóli UNICEF. Giljaskóli er því orðinn fyrsti Réttindaskóli UNICEF utan höfuðborgarsvæðisins.

„Það hefur verið unun i hverju skrefi að sjá hvernig börnin í Giljaskóla og starfsfólk skólans hafa tekist á við þetta verkefni að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í starf skólans. Þau hafa gert það með ótrúlega fallegri samvinnu og fagmennsku. Okkur hefur þótt eftirtektarvert að sjá hvað börnin í skólanum fá að taka ríkan þátt í starfi skólans heilt yfir. Ég vil því óska öllum í Giljaskóla innilega til hamingju með daginn, þau eru vel að þessari viðurkenningu komin,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.

Í viðurkenningunni felst að grunnforsendur Barnasáttmálans er útgangspunktur fyrir allar ákvarðanir í skólastarfi Giljaskóla auk þess sem þær endurspeglast í samskiptum barna, ungmenna, kennarra og annarra starfsmanna. Börnin hafa því fengið fræðslu um Barnasáttmálann og réttindi sín og jafnaldra sinna um allan heim og Réttindaráð verið skipað af nemendum úr fyrsta upp í tíunda bekk. Á stuttum tíma hefur tekist að auka þekkingu á réttindum barna innan skólans, veggir skólans verið skreyttir með upplýsingum um Barnasáttmálann og skólinn sett á laggirnar metnaðarfulla áætlun til þess að tryggja að öll börn þekki réttindi sín enn betur og að þau hafi merkingarbær og regluleg áhrif á allt starf skólans – ekki síst eigið nám og námsaðstæður.

„Ég vona að skólastarfið í Giljaskóla verði þekkt fyrir viðurkenningu á réttindum barna og lýðræðislegt skólastarf sem einkennist af þátttöku nemenda og jafnrétti. Skólar eru fyrir börn og því eiga réttindi þeirra að vera höfð í hávegum,“ segir Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri Giljaskóla.

UNICEF á Íslandi óskar öllum nemendum, kennurum og öðrum starfsmönnum skólans innilega til hamingju með daginn!

Fleiri
fréttir

20. desember 2024

Opnunartími skrifstofu um hátíðarnar
Lesa meira

19. desember 2024

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára 
Lesa meira

18. desember 2024

UNICEF: Börn í Sýrlandi þurfa frið
Lesa meira
Fara í fréttasafn